Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 90
SVERRER TÓjMASSON
Þó að eiginlegum útlitslýsingum á þursum bregði naumast fyrir í Þnunl-
um er mikið gert úr úditi Þórs í brúðarlíni:
Ýtar byggju Ása-Þór sem eg vil greina,
settu á bringu breiða steina,
blóðrautt gull og pelbð hreina.
Brúsi sagði brögðin ljót á bauga eyju:
„því eru öndótt augu Freyju?
ekki líst oss bragð á meyju.“
Þrymlur eru látnar gerast í jÁsgarði, heimkjmnum goðanna og Jötun-
heimum, þar sem þursar búa; hvorugum staðnum er lýst, en ljóst er af
rímunum að ferðast verður á milli. Þegar þeir Þór og Loki fara að heim-
an tál Þryms fylgir þeim:
Goðunum fylgja geysimargar geitr og kálfar
telst þá ekki troll og álfar,
töframenn og vöhmr sjálfar.
Fuglar margir fylgja þeima fleina rjóðum
villidýr af veiðislóðum,
varga sveit með úlfum óðum.
Ekki er ljóst af sambandinu af hverju svo fríður flokkur dýra fylgir goð-
unum á veg, en athyglisvert er að í fylgdarliðinu eru ekki haffar heldur
geitur, sem stundum voru tákn höfðingjans í neðri byggðum.
I Jötunheimum er þó minnst á gesti Þryms í veislunni. Við fyrstu sýn
virðist þetta aðeins vera nafhalisti:
Þar var Surtur, Haki og Hrymr,
höfðinginn var jötna Þrymr,
Sörkvir, Móði, Geitir og Glámr,
Grímnir, Brúsi, Dofri og Amr.
Eigi var þeirra flokkrinn fríðr:
Fála kom þar inn og Gríðr,
Hlökk og Syrpa, Gjálp og Greip;
geysilegt var þeirra sveip.
Þegar betur er að gáð, þá bera mörg tröllin nöfh í samræmi við útlit eða
88