Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 93
HLUTVERK RÍMNA í ÍSLENSKU SAíMFÉLAGI
Með öðram orðurn sagt, samkvæmt skilningi Bjamar Þorleifssonar
yngra sem setti saman Reykjahólabók getur orðið spil átt við hljóðfæra-
leik, eða það sem við köllum í dag undirspil. Spil er tökuorð úr lágþýsku.
I þýsku er það m.a. notað um ákveðna leiki, svokallaða föstuleiki; þeir
fara að tíðkast þegar á 15. öld, þegar borguram og handverksmönnum
vex fiskur um hrygg í suður- og norðurþýskum þorpum og bæjum. I
föstuleikjunum skiptast persónur á skoðunum, - oft era það ekki eigin-
leg samtöl heldur fremur langar ræður í bundnu máli, ortu undir hnyk-
ilbrag (d. knyttelvers). Skiptar skoðanir era um það hvort líta beri á þessa
leiki sem dramatískt form, en í mörgum þeirra er þó greinilega reynt að
líkja efrir klassísku leikformi með formála (prologus) í upphafi verks og lít-
ils háttar kvnnmgu á persónum.33 I Þrymlum kveður hins vegar ekki
mikið að samtölum: þar er enginn formáh og engar kynningar á persón-
um, skipst er að vísu á orðum og setningum, en ekki er um margbrotin
eða löng samtöl að ræða. Hér við bætist sá vandi að þau era ekki mörk-
uð sérstaklega í handritinu og engar merkingar era á spássíu um hlut-
verkaskipti.
Eg vék hér áðan að handritum rímnanna. Það er augljóst að þau hafa
verið skrifuð handa höfðingjum, æðri stéttar mönnum. Jóni Helgasyni
datt í hug að Staðarhólsbók hefði verið skrifuð íyrir Eggert Haxmesson
(d. 1560) í Bæ á Rauðasandi, en Eggert hafði mikil sambönd við Þjóð-
verja og átti í margs konar brösum við Englendinga. Handritið er og
sannlega skrifað á Vestfjörðum, að vísu sennilega langt frá Bæ. Tengda-
sonur Eggerts var Magnús prúði Jónsson rímnaskáld og bróðir skáldsins
Páls Jónssonar, afa Péturs Bjamasonar sem sendi Arna Magnússyrú bók-
ina 1707. Óvíst er þó að bókin hafi einatt verið í eigu þeirrar ættar, en
vert er að skyggnast um og athuga hvort sjá megi hvernig þessir höfð-
ingjar hafi búið. Voru húsakynni þeirra svo rúm að þeir hefðu getað lát-
ið fara fram þar margs konar leiki eða gleðir? Af heimildum er ljóst að
nokkur bú á 15. öld vora svo stór að gera má ráð fynr um eða yfir 50
manns í heimili — og margir höfðingjanna við Breiðafjörð áttu bú eða
höfðu menn í veri annars staðar um Vestfirði.34 Það skorti því hvorki
mannafla né húsakvnni til að koma leikum af stað.
33 Sjá um þetta efni: James R. Erb, „Fictions, Realities and the Fifteenth Century Nu-
remberg Fastnachtspiel“, Camival and the Camivaleqsue, ritstj. Konrad Eisenbichler
og Wim Hiisken, Amsterdam: Rodopi, 1999, bls. 89-116.
54 Taka má hér til dæmis skýrsluna um bú Guðmundar Arasonar á Reykhólum frá 5.
91