Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Qupperneq 94
SVERRIR TOMASSON
í íslandslýsingu þeirri sem ég \nmaði í hér að framan er kafli sem lýsir
gestrisni Islendinga og skemmtan: þar segir svo:35
stundum efna þeir til spila, teningakasts [...] einnig stundum til
alþýðlegra dansleikja, eitthvað svipaðra þeim, sem sagt er tíðk-
ist hjá fólki því, er byggir landið Ameríku. Er þá fýrst valinn
einhver einn meðal hjúa eða annarra viðstaddra, sem gjörla
hefur numið kveðskaparlistina og þykir betri raddmaður en
hinir. I upphafi kveður hann mn hríð svo sem í inngangs stað
með skjálfandi og á nokkum hátt hikandi röddu eitthvað, sem
litla eða enga merkingu hefur, þ\n yfirleitt heyrast aðeins eftir-
farandi atkvæði: ha ha ha, ho ho ho, he he, hu he, ho ha he o.s.frv.
og era þau við og við endurtekin í sjálfu kvæðmu. En til að
þessi kveðandi falli áheyrendum betur í geð, eru kvaddir til
tveir, sem kveða undir, og þeir taka sér stöðu sinn við hvora
hlið forsöngvarans og beita lítið eitt lægri og stöðugri röddu,
dálítið í átt við bassa. Ur þessu verður ekki slæm samhljóman
og nokkuð hugþekk samkvæðandi. Og meðan þremenningarn-
ir fara þannig með innganginn og eru að hugsa upp kvæði með
einhverri merkingu til að hnýta við hann, takast hinir í hendur
og skipa sér í hring eða velja sér ákveðinn stað tveir og tveir
saman, þar sem þeir eru, meðan þessi dans stendur. Síðan
dansa þeir þögulir af miklu fjöri eftir hljómfallinu og skurka þ\d
meir sem kvæðamennirnir þenja röddina, svo að þeir verða
uppgefnir á skömmum tíma. Að þessum þætti loknmn taka ein-
stakir menn að kveða á víxl hóflegri kvæði og dansa hægt
einnig efdr hljómfallinu, en eru ekki lengur kyrrir í sömu spor-
um, heldur ganga settlega og samfellt í hring, unz allir hafa
lokið við kvæði sín. [...] Hins vegar ber að gæta þess, að þessir
dansleikir voru miklu tíðari áður fyrr, og ekki aðeins hafðir tál
að gleðja gesti, heldur voru þeir oft tíðkaðir af heimamönnum
áratug 15. aldar, Islenzktfombréfasafii Rr, Kaupmannahöfh: Hið íslenzka bókmenta-
félag, 1895, bls. 683-694.
35 Smári Olason tónlistarfræðingur hefur borið þessa lýsingu saman við aðrar íslensk-
ar ffásagnir af dönsum og komist að því að lýst sé dansinum bordún, sem var algeng-
ur á miðöldum, sjá Smári Olason, „Zum Bordun in der islándischen Volksmusik",
Der Bordun in der europaischen Volksrnusik, ritstj. Walter Deutsch, Vhen: Verlag A.
Schendl, 1981, bls. 153-154.
92