Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Side 98
SIGURÐUR PETURSSON
dómsmanna á 15. öld, sem nefndu þann mann umanista sem lagði stund
á og kenndi þau fræði, sem nefhd voru upp á latínu studia humanitatis.
Markmið þeirra var að mennta menn og veita þeim aukið andlegt frelsi
og þroska með því að miðla þeim af hinum mikla grísk-rómverska meim-
ingararfi. Mikil áhersla var lögð á málfræði, retórík, sögu, skáldskap og
siðffæðilega heimspeki. Flestir mtmu líklega kannast við húmanista eins
og Francesco Petrarca (1304-1374), Giovanni Boccaccio (1313-1375),
Erasmus Rotterodamus (1466-1536) og Phihpp Melanchthon (1497-
1560) en færri hafa líklega hejnt Lorenzos Valla (1407-1457) getið, Rud-
olfs Agricola (1443-1485) og margra annarra. Merkilegt og umfangs-
mikið starf þessara manna víða í Evrópu um nokkurra alda skeið leiddi til
þess að 19. aldar menn gáfu stefriu þeirra nafhið húmanismi enda var
góður samhljómur milli viðhorfs þeirra og þeirra mannlegu gilda sem
þeir fondu í ýmsum ritum fomaldar, eins og hjá Cicero (106-43 f.Kr.).
Ein forsenda útbreiðslu og viðgangs húmanismans var gott skipulag
menntunar, kennslu og skólahalds. Hiimanismi dafnaði því best þar sem
lærdómsmönnum gafst kostur á að sinna fræðum sínum, miðla af kunn-
áttu sinni og eiga skoðanaskipti við félaga sína í ræðu og riti, eins og við
háskóla, aðrar lærdómsstofrtanir og við hirðir konunga og stórmenna
sem oft veittu mennta- og listamönnum ríkulegan stuðning með ýmsu
móti. Það gefur því auga leið að á Islandi vom ekki kjöraðstæður fyrir
þessa menntastefnu, þó svo að það hlyti að koma að því að Islendingar
kynntust hugmyndum húmanismans, þegar hann tók að festa rætur í ná-
grannalöndunum á ofanverðri 15. og 16. öld.
Magmís Jónsson og ritstörf hans
Heimildir um upphaf húmanismans á íslandi em ekki miklar og þH verð-
ur að styðjast við ýmiss konar upplýsingar, þegar re\nt er að varpa ljósi á
þessa þróun. Tengsl við Þýskaland vora mikil á þessum tíma og trúlega
hefur áhrifa þeirra meðal annars gætt á sviði menningarmála. Eitt mark-
mið þessarar greinar er að sýna hvernig þessi áhrif gátu birst. A innritun-
arskrá Háskólans í Rostock má finna nöfh nokkurra Islendinga þegar á
15. öld en lítið er vitað um ævi þeirra og störf síðar meir svo að ógern-
ingur er að átta sig á hvaða hugmyndum þeir kunni að hafa kynnst.1 Vit-
1 Sigurður Pétursson, „Icelanders Visiting Towns on the Baltic Sea,“ Mare Balticum -
Mare Nostrum. Latin in the Countries of the Baltic Sea (1500-1800), ritstj. Outi Mer-
96