Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 100
SIGURÐUR PÉTURSSON
skap, en áhugi hans beindist þó miklu víðar, eins og best verður séð af
þeim ólíku verkum sem hann vann um ævina. Ekki virðist allt hafa varð-
veist sem hann skrifaði og stundum hefur verið dregið í efa að allt það
sem varðveitt er undir hans nafni sé í raun efrir hann. Engu að síður næg-
ir það sem með vissu má telja að hann hafi skrifað til þess að sýna að
Magnús hefur haft mikla hæfileika til að bera sem hann hefur nýtt á
ýmsum sviðum mennta og ritstarfa. Það eru einkum þessi verk sem hér
verða tekin til umfjöllunar og leitast verður við að gera það í tímaröð.
Aður en þallað er um bókmenntaverk Magnúsar er rétt að geta nokk-
urra dóma sem hann átti frumkvæði að og varðveittir eru í rituðu máli.
Eru það Marköngladómur, Kaupsetningardómur og Vopnadómur.■,
Fram til þess er Marköngladómur var kveðinn upp á Nauteyri við Isa-
fjörð árið 1567 hafði það verið siður að hásetar hefðu svokallaða mark-
öngla á línum húsbænda sinna og skyldu þeir hljóta þarm afla er á þessa
öngla kæmi. í upphafi var um að ræða tvo til þrjá öngla en þetta hafði
aukist þannig að önglarnir voru sums staðar orðnir fleiri en þrjátíu.
Grunur lék á því að hásetar beittu betur þessa öngla en öngla húsbænda
sinna og var því talið að þeir yrðu stundum jafnháir í hlutunum eða jafh-
vel hærri en húsbændurnir sjálfir. Með þessum dómi voru markönglar af-
numdir og við það hljóta kjör háseta að hafa rýrnað umtalsvert. Dómn-
um virðist því einkum hafa verið ætlað að tryggja réttindi húsbænda og
þeir sem að honum stóðu hafa eflaust varið hann með því að segja að hér
væri verið að standa vörð um lög og rétt í landinu. Hásetar voru hins veg-
ar lítt hrifnir og varð ágreiningur um þennan dóm á næstu árum. Varð
Magnús sjálfur að endurnýja hann 1572 og síðar staðfesti sonur hans, Ari
Magnússon (1571-1652) í Ögri, dóminn bæði 1602 og 1616.
Fiskveiðar voru vissulega ríkur þáttur í lífi landsmanna en verslun
skipti einnig miklu máli. A 15. og 16. öld munu sýslumenn hafa haft vald
til þess að leggja lag á varning kaupmanna og vörur landsmanna. Menn
virðast hafa komist upp með að sniðganga reglur þar að lútandi og af
þeim sökum hefur Magnús Jónsson talið ástæðu til þess að gefa út kaup-
setningu og nákvæmar reglur um verð á ýmsurn helstu vörutegundum
sem verslað var með, svo sem smjör, vín, mjöl, bjór, hunang, bik, léreft
og fleira. Kaupsetningardómur sem kveðinn var upp í Tungu í Örlygs-
höfn árið 1589 er varðveittur og sýnir glögglega hvernig reynt var að
3 Jón Þorkelsson, Saga Magnúsar prúða, Kaupmannahöfn: S.L. Möller (Möller og
Thomsen), 1895, bls. 67-90.
98