Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 102
SIGURÐUR PETURSSON
koma reglu á ófremdarástand og tryggja hag landsmanna ekld síður en
erlendra verslunarmanna. Hélst þessi kaupsetning þangað til sonur
Magnúsar, Ari, setti nýja árið 1615.
Ein forsenda þess að atvinnu- og viðskiptalíf dafnaði var að fólk bvggi
við frið og öryggi. Vopnadómur var settur til að standa vörð um þetta
hagsmunamál íbúa landsins og er hann líklega þekktasti dómur Magnús-
ar Jónssonar. Að sögn Magnúsar sjálfs var vopnaburður bannaður á Is-
landi árið 1576 líklega af ótta Hð að landsmenn gætu gripið til vopna
gegn dönskum yfirvöldum. Ekki voru allir landsmenn á eitt sáttir um
þessa ákvörðun og síðan gerðist það að Eggert Hannesson (um 1515-um
1583), tengdafaðir Magnúsar, varð f}TÍr árás útlendra sjómanna sem
héldu honrnn föngnum í heilan mánuð og fengu fyrir mikið lausnarfé án
þess að íslensk yfirvöld fengju við neitt ráðið. Þetta Hrðist hafa fyllt mæl-
inn og Magnús hafði þá forgöngu um að kveðinn var upp Vopnadómur í
Tungu í Patreksfirði árið 1581 sem skyldaði alla menn hér á landi til að
eiga vopn og verjur efdr efnum. Aður hafði harrn tryggt sér stuðning Jó-
hanns Bocholts höfuðsmanns og virðist konungur hafa verið þessari ráð-
stöfun hliðhollur og sýndi það meðal annars í verki með því að senda sex
byssur í hverja sýslu landsins. Þótt tilgangur þessa dóms sé augljós er ekki
vitað nákvæmlega hvernig þessi mál þróuðust en þó er ljóst að vopnaðir
menn voru í Vestfjarðafjórðungi í sýslumannstíð Ara, sonar Magnúsar,
og þótti að minnsta kosti ýmsum framganga og röggsemi Magnúsar til
fyrirmyndar. Allir þessir dómar sýna að Magnús Jónsson lét sig landsmál
miklu skipta og vildi leggja sitt af mörkum í starfi til að bæta það ástand
sem honum þótti ábótavant, en um leið tryggja undirstöðu þeirrar þjóð-
félagsskipunar sem hann sjálfur skipaði veigamikinn sess í.
En snúum okkur þá að bókmenntastarfi Magnúsar. Líklega er Magn-
ús Jónsson einna kunnastur fyrir hlutdeild sína í Pontus rímumP Sá hluti
þeirra (1.-13. ríma) sem er eftir Magnús mun ortur á árunum 1564-66.
Pétur Einarsson (1597-1666) ortd 16.-29. rímu og Olafur Halldórsson
(d. 1614) orti 14. og 15. rímu. Po)itus rímur byggjast á sögunni af Ponmsi
og Sídóníu og gerist hún að einhverju leyti í Galisíu. Sagan mun vera
frönsk að uppruna og samin um 1387. Magnús er talinn hafa ort rímur
sínar út af sögunni í þeirri mynd sem hún hafði fengið í þýskum almúga-
bókum (Volksbuch). Ekki er vitað hvort Magnús orti beint út af þýskunni
4 Magnús Jónsson, Pétur Einarsson og Olafur Halldórsson, Pontus rímur. Rit Rímna-
félagsins X, Reykjavík: Rímnafélagið, 1961.
IOO