Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 108
SIGURÐUR PETURSSON
þessa rits má lesa efrirfarandi: „Spiegel der waren Rhetoric aus M. Tullio
C. und andern getutscht: mit im glidern cluge reden sandbriefen und
formen menicher contract, seltsam regulierts tutschs und nutzbar ex-
empliert mit íugen uff göttlich und keiserlich schrift und rechte ge-
griindt.“ Rit þetta, sem nemur 378 blaðsíðum, var endurprentað a.m.k.
tvisvar sinnum, í Strassborg 1509 og í Augsburg 1535. Ef upphafsorðin í
þýska ritinu em borin saman við íslensku þýðinguna má sjá að ekki er
nema að nokkru leyti um þýðingu að ræða en að öðra leyti eigin orð
Magnúsar. Þýðing Magnúsar nemur 140 blaðsíðum og þtú virðist sem
Magnús hafi ekki tekið allan frumtextann til þýðingar, en til þess að skera
úr um það þarf allnákvæma rannsókn. Þýska bókin mun vera ein fýrsta
formúlubók (Formularbuch) í retórík sem út kom á þýsku en í henni er
meðal annars að finna mörg dæmi um notkun mælskulistarinnar við mis-
munandi aðstæður. Af upphafsorðum þýska textans svo og íslensku
þýðingarinnar er ljóst að verkið byggist að einhverju leyti á verki eða
verkum Ciceros og er þ\ú sannarlega mjög í anda húmanismans.
Húmanismi og Magnús Jónsson
Húmanismi var víðfeðmt fýrirbæri. Á honum vom margar hliðar og flet-
ir. En þótt fjölbreytileiki sé mikill má þó vissulega finna ýmsa þætti sem
einkenna flesta húmanista og þá fýrst og fremst áhuga þeirra á forn-
menningu Grikkja og Rómverja í víðum skilningi, eins og þegar hefúr
verið mirmst á, og vilja þeirra til að líkja efrir henni með ýmsu móti. Eitt
af því sem menn veltu fyrir sér var hvort ákjósanlegra eða réttara væri að
lifa lífinu með virkri þátttöku í þjóðfélaginu, vita activa, eða í einvera við
andlega iðju, heimspekilegar vangaveltur og bóklestur eingöngu, vita
contemplativa. Petrarca hallaðist mjög að því síðarnefhda og sá ef til vill
þess konar líf í hillingum, þó svo eða kannske einmitt vegna þess að hann
hafði gegnt veigamiklum embættum, t.d. við páfahirðina í AHgnon, eink-
um á yngri áram sínum. Aðrir húmanistar töldu þó margir að réttara væri
að sýna ábyrgðarkennd og vilja til þess að hafa áhrif til góðs ineð því að
helga sig virku lífi, eins og ýmis rit, t.d. eftir húmanistann Christoforo
Landino (1424—1504) sýna glögglega.17 Þetta er einnig sú rnynd sem við
17 Landino samdi þekkt rit, Disputationes Camaldulenses, sem út kom í Flórens ca. 1480
og lýsir einmitt umræðum um þessar tvær lífsstefnur. Latin Writings of the Italian
IO 6