Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 109
HÚMANISTIÁ RAUÐASANDI
okkur blasir ef við virðum fyrir okkur þekkta húmanista í hinum ýmsu
löndum á miklu blómaskeiði húmanismans á 15. og 16. öld. Þetta voru
veraldarvanir menn, stundum kenndu þeir málfræði eða bókmenntir,
iðulega voru þeir lögfróðir mjög og gegndu veigamiklum embættum t.d.
í páfagarði, í borgarstjórnum eða jafnvel við hirðir fursta og konunga.
Með tímanum urðu húmanistar einnig atkvæðamiklir innan vébanda
kirkjunnar og komust þar til æðstu metorða. Þróun og útbreiðsla húm-
anismans var auðvitað nátengd skóla- og menntakerfinu almennt, sem
rekja máttd aftur til miðalda og síðfornaldar, þegar hinar sjö frjálsu listir,
artes liberales, voru þegar orðnar að föstum þáttum í æðri menntun. Þess-
um hstum var skipt í tvennt og varð fyrri hlutinn, hinn svonefhdi þríveg-
ur, trívium, uppistaðan í latínuskólunum, sem urðu kjölfestan í mennta-
kerfi húmanismans og breiddust út um víða álfu. Þrívegurinn var
myndaður úr þremur fistum, þ.e. málfræði {grammatica), rökræðuhst
(dialectica) og mælskulist (rhetorica). Með því að leggja stund á málfræði
lærðu menn að tala rétt mál, með rökræðulistinni lærðu menn að tjá
hugsanir sínar rökrétt og skipulega, og með mælskulistinni fáguðu þeir
og skreyttu það form sem þeir höfðu komið hugsunum sínum í. Náið
samhengi var því milli þessara þátta sem í lokin skyldu mynda eina glæsi-
lega heild. Með húmanismanum fylgdi gagnrýnin hugsun og endurskoð-
un margra kenninga og hugmynda sem ríkt höfðu á miðöldum. Italinn
Lorenzo Valla var einn þeirra sem skóku mjög ýmsar viðteknar kenning-
ar og varð fyrstur húmanista til að semja skdpuleg rit um rökræðulist og
málfræði. Þessi rit hans, Disputationes dialecticae (Umræður um rökræðu-
Hst) og Elegantiarum linguae latinae libri sex (Sex bækur um glæsileika lat-
neskrar tungu), voru tímamótaverk og áttu efidr að hafa mikil áhrif á
yngri húmanista, eins og Rudolf Agricola og Erasmus Rotterodamus.181
þessum ritum birtist meðal annars nýtt viðhorf húmanista til listarinnar,
ars. I stað þess að túlka ars sem vísindi, scientia, fóru húmanistar að Hta á
ars sem hæfileika, facultas, frá náttúrunnar hendi sem menn síðan rækt-
uðu og fullkomnuðu með þeirri fræðslu sem stóð þeim tdl boða. Þessi
nýja túlkun á ars sem náttúrulegu fyrirbæri leiddi í stuttu máli tdl þess að
Humanists, ritstj. Florence Alden Gragg, New Rochelle, New York: Caratzas Brot-
hes, Pubhshers, 1981, bls. 174-188.
Ritið Disputationes dialecticae var samið 1439 og birtist í nokkrum útgáfum þegar á
15. öld. Ritið Elegantiae linguae latinae var samið um 1444, brrtist fyrst á prenti 1471
og árið 1536 hafði það komið út 59 sinnum.
18