Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Síða 110
SIGURÐUR PETURSSON
listirnar náðu ekki aðeins til hinna þriggja viðteknu tungumála, latínu,
grísku og hebresku, heldur einnig til þjóðtungnanna. Það er einmitt í
ljósi þessarar þróunar að líta verður á Dialectica Fuchsbergers.19 I upp-
hafsorðunum sem rakin voru áðan talar höíundur um hina „náttúrligu og
riettu kunnáttu þeirrar sönnu dialectica“ („die natiirliche und rechte
Kunst der waren Dialectica“). Þessa skoðun aðhylltist mjög hinn hol-
lenski húmanisti Rudolf Agricola enda vitnar Fuchsberger oft til hans í
riti sínu. Með því að skrifa um rökræðulist á þýsku var verið að sýna fram
á að þessari list mátti einnig beita við notkun þessarar þjóðtungu. Sthp-
uðu hlutverki hefur Rhetorica Riederers líklega átt að gegna og reyndar
minnist Fuchsberger með mikilli virðingu á verk Riederers í riti sínu.
Þessi umræða hefur því eflaust verið ofarlega á baugi í þeim mennta-
heimi sem Magnús kann að hafa kynnst í Þýskalandi, þótt ógerlegt sé að
segja hvar og hvernig sú hugmynd hafi vaknað að þetta mætti einnig
þýða á íslensku. Miklar húmanískar hræringar liggja því til grundvallar
þessum ritstörfum Magnúsar og kemur það ekki á óvart því að sum önn-
ur verk Magnúsar bera það með sér að þau eru samin í anda sem fellur
mjög vel að hinum ýmsu sviðum húmanismans. Með dómum sínum
sýndi hann lögfræðiáhuga sinn og ábyrgðarkennd höfðingjans til að
framfýlgja því sem hann taldi rétt samhmt lögum. Asetning sinn að
vinna föðurlandi sínu og landsmönnum gagn sýnir hann fýrst og fremst
með því að semja Dialectica og Rhetorica eins og kemur fram í inngangs-
orðum hans. Sama vilja sýnir hann einnig í heimsádeilukvæði sínu og að
einhverju leyti með orðskviðum sínum sem ætlað er að hafa mannbæt-
andi áhrif í anda Erasmusar. Líkt og Melanchthon samdi Magnús sálma
og í Pontus rímum ákallar hann grísk skáld og goðverur á dæmigerðan
húmanískan hátt.
Eitt er þó sem veldur nokkrum heilabrotum, þegar meta á Magnús
Jónsson sem húmanista. Latína var sem kunnugt er almennt talin burð-
arás húmanismans en staðreynd er að öll rit Magnúsar sem þekkt eru eru
samin á íslensku og litlar heimildir er að finna um latínukunnáttu hans.
19 Volkhard Wels, Triviale Kiinste. Die hwnanistische Reform der grammatischen, dialekt-
ischen und rhetorischen Aushildung a?i der We?ide zum 16. Jahrhundert, Berlin: Weidl-
er Buchverlag, 2000, passim. Volkhard Wels, „Humanistische Ars und deutsche
Sprache in Ortholph Fuchspergers DIALECTICA DEUTSCH (1533),“ Germania
latma - Latinitas teutonica I, ritstj. Eckhard Kefiler und Heinrich C. Kuhn, I,
421-37. Miinchen: Wilhelm Fink Verlag, 2003, bls. 421-437.
108