Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 116
SVANHTLDUR ÓSKARSDÓTTIR
Veraldarsagan er sameiginleg saga krisrinna manna, sem koimrir era af
Adam og Evu, merktir erfðasyndinni, endurleystir í skírninni fyrir til-
styrk Jesú Krists og eiga von í himnaríkis sælu við endalok tímans. Eins
og við er að búast urðu frásagnir Biblíunnar miðlægar í þessari sagnarit-
un ásamt með týpólógískri túlkunaraðferð sem sér í persónum og at-
burðum Gamla testamentisins forspeglun þess sem síðar mun verða.
Fæðing Krists og píslardauði marka þáttaskil í sögunni og hún er í
grandvallaratriðum saga opinberunarinnar og hjálpræðisins sem ber því
vimi hvemig Guðs hönd leiðir þá sem hólpnir era.
Fyrstu veraldarsögur á latínu
Upphaf kristilegra veraldarsagna er venjulega rakið til Evsebiusar bisk-
ups í Cesareu (um 260-339) og króniku hans (Kronikoi kanones). Raunar
má þó segja að rit Evsebiusar hafi átt sér undanfara því meðal heimilda
þess var ritið Chronographiae eftir Sextus Julius Africanus þar sem saga
heimsins var rakin frá Adam til ársins 217. Sextus Julius gerði ráð fyrir
því að heimurinn myndi standa í 6000 ár en sú tala myndaði hliðstæðu
við hina sex daga sköpunarverksins. Adam var skapaður á sjötta degi og
dánarstund Krists um miðjan sjötta dag vikunnar leiddi til þess að ki'oss-
festingin var talin hafa orðið 5500 áram eftir upphaf heimsins.8 Evsebius
tók þetta tímatal í arf en gerði Abraham að eins konar miðpunkti þess og
taldi út kynslóðir frá honum komnar - samkvæmt reikningi Evsebiusar
kom Kristur í heiminn árið 5199. Það sem mestu skiptir fyrir þróun ver-
limited period, and a search for the position of the author’s present age in the di-
vine concept of salvation. As historiography, it is marked by its chronographical nat-
ure and, in spite of mixed and transitional forms, in most cases contains history of
the past rather than of the present. Hans-Werner Goetz. „On the universality of
universal history“, L’bistoriogi'aphie tnédiévale en Europe, ritstj. Jean-Philippe Genet,
París: Editions du centre national de la recherche scientifique 1992, bls. 247-261,
bls. 247-248. Sjá einnig Anna-Dorothee v. den Brincken, Studien zur lateinischen
Weltchronistik his in das Zeitalter Ottos von Freising, Diisseldorf: Michael Triltsch Ver-
lag 1957, bls. 38-42.
7 Sbr. Michael I. Allen, „Universal history 300-1000: Origins and Western develop-
ments.“ Historiography in the Middle Ages. Ritstj. Deborah Mauskopf Deliyannis.
Leiden/Boston: Brill 2003, bls. 17-42, bls. 17-18.
8 Anna-Dorothee v. den Brincken, Studien zur lateinischen Weltchronistik, bls. 50-51.
Slíkur útreikningur heimsaldranna leiddi til deilna um þúsundáraríkið, þ.e. hvort og
þá hvernig hægt væri að segja nákvæmlega fyrir um komu Messíasar, en út í þá sálma
verður ekki farið hér.