Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Qupperneq 117
UMALDIRALDA
aldarsagna er þó sú aðferð Evsebiusar að færa heiðnar þjóðir inn í þetta
biblíutímatal, sýna hvar og hvemig saga þeirra tengist sögu kristninnar
uns allt fellur saman í farveg með því að kristni verður ríkistrú í Róma-
veldi að boði Konstantíns mikla, en Evsebius var uppi á hans dögum.
Þannig getur hann konunga og leiðtoga heiðinna þjóða jafinframt því
sem hann rekur sögu Gyðinga og síðan forystumanna kirkjunnar.
Krónika Evsebiusar varðveittist ekki í sinni upphaflegu grísku gerð en
hafði mikil áhrif á sagnaritun miðalda vegna þess að Hierónýmus kirkju-
faðir uppfærði hana og umskrifaði á latínu um 380. Þannig var krónik-
unni miðlað um aldir og ekki óalgengt að þeir sem skrifuðu upp prjón-
uðu við hana og ykju inn efni, ekki síst guðfræðilegum útleggingum sem
ætlað var að sýna forsjón Guðs að verki í heiminum.9 Þá áherslu má með-
al annars sjá hjá Sulpiciusi Sevemsi sem var samtímamaður Hieróným-
usar og lagði í sinni króniku mest upp úr framvindu biblíusögunnar og
síðar kirkjusögunnar. Hann hefur rúm fyrir söguna af Kain og Abel enda
þótt frá þeim megi ekki rekja neinar ættir, því af dæmi þeirra má þess í
stað draga siðferðislærdóm. Sulpicius á einnig heiðurinn af því að hafa
fyrstur manna sett draum Nebúkadnesars konungs, sem sagt er ffá í
Daníelsbók Biblíunnar, í veraldarsögulegt samhengi og marka sögunni
þannig ramma sem fjöldi sagnaritara nýtti sér næsta árþúsund.10 I draumi
sínum sér konungur Kkneski eitt mikið: „Höfuð Kkneskis þessa var af
skím gulli, brjóstið og armleggirnir af silfri, kviðurinn og lendarnar af
eiri, leggimir af járni, fæturnir sums kostar af járni, sums kostar af leir“
(Dn 2.31-33). Því er svo lýst í bókinni hvemig steinn molar líkneskið og
verður að stóm fjalli sem tekur yfir alla jörðina. Daníel spámaður ræður
drauminn á þá leið að málmarnir í líkneskinu tákni konungsríki, sem
hvert komi í kjölfar annars, en að steinninn tákni ríki Guðs. I króniku
sinni túlkar Sulpicius kommgsnkin sem stórveldi Kaldea, Persa, Maked-
óníumanna og Rómverja en kristindómurinn er vitaskuld Guðs ríki sem
blífur þótt hin farist.
Sambærileg túlkun á konungsríkjunum úr Daníelsbók myndar ramma
utan um veraldarsögu Paulusar Orosiusar Historiarum adversum paganos
libri septem (417/18) en segja má að það verk hafi rækilega fest í sessi þá
aðferð Evsebiusar að tvinna saman helga sögu og veraldlega. Orosius rit-
9 Michael I. Allen, „Universal history 300-1000“, bls. 24-25.
10 Anna-Dorothee v. den Brincken, Studien znr lateinischen Weltchronistik, bls. 73-74,
sbr. Michael I. Allen, „Universal history 300-1000“, bls. 25.