Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 122
SYANHILDUR OSKAXSDOTTIR
Höfundar slíkra verka voru yfirleitt vígðir menn, oít munkar, sem tóku
þessar bækur saman handa samferðamönnum sínum, klaustur- eða kórs-
bræðrum. Það er nærtækt að spyrja hver not þeir hafi svo haft af slíkum
ritum. F}tsí má nefna að auk þess að vera uppflettirit um kirkjusögu og
ýmsa veraldlega viðburði tengdust veraldarsögur tímatalsfræðinni órofa
böndum og þessi verk hafa hjálpað klerkum og klaustrafólki að átta sig á
tímatah og gert þeim kleift að tengja sögulega atburði úr eigin héraði við
mannkynssöguna, ekki síst við veldistíma páfa og keisara sem urðu föst
viðmið. Þá geymdu veraldarsögur oft upplýsingar sem tengdust kirkjuár-
inu og litúrgíunni, svo sem um ártíðir og greftrunarstaði heilagra manna
og kvenna, upphaf tiltekinna helgisiða, um höfunda helgra texta og
hymna o.s.frv. Allt þetta kom klerkum að haldi við helgihald og þá er
ónefht að sá (biblíu)sögulegi fróðleikur sem krónikumar getandu gat
nýst þeim vel við undirbúning predikana.
I klaustrum var prestlingum veitt tilsögn og áreiðanlegt að veraldar-
sögur hafa getað gagnast við þá kennslu. Smám saman taka dómskólam-
ir við þessu hlutverki klaustranna og á 12. öld verða til vísar að finsm há-
skólunum. Þessi þróun kallaði á námsefni við hæfi og til urðu bækur sem
leituðust við að gefa greinargott yHfirlit yfir þá þekkingu sem skólasvein-
um bar að tileinka sér. Þar skipaði veraldarsagan sinn sess en gott dæmi
um slíka skólabók er Imago mundi efdr Honorius Augustodmiensis (um
1070-tim 1140), munk sem að líkindum var upprunninn í Alpahéraðun-
um en dvaldist ungur í Englandi og síðar í Regensburg í Þýskalandi.
Hann setti saman nokkur rit sem urðu feikivinsæl og breiddust hratt út
um álfuna, þar á meðal Elucidarius sem þýddur var á norrænu þegar um
1200. Honorius skrifaði fýrstu gerð Imago mundi árið 1110 en endur-
skoðaði verkið þrisvar sinnum, síðast 113 9.24 Verkið, sem var ætlað að
útskýra sköpunarsöguna og greiða íyrir skilningi á stöðu mannsins í
sköpunaraerkinu, skiptist í þrjár bækur: Sú fyrsta snýst um heimsfræði,
frumefnin, pláneturnar, jörðina og landaskipan. Onnur bókin er rím en
sú þriðja er ágrip af sögu veraldarinnar fram tdl valdatíma Hinriks fimmta
keisara (1106-25). Enda þótt ritið væri einkum ætlað prestum og prest-
lingum varð það fljóttvinsæl alfræðibók meðal leikmanna.2;i Imago rnundi
24 Valerie I. J. Flint, „Honorius Augustodunensis Imago mundi“, Archives d'histoire doc-
trinale et littéraire du Moyen Age 57 (1982), bls. 7-153, bls. 41.
25 Sama rit bls. 46^47, 62-63.
120