Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Qupperneq 129
UM ALDIR ALDA
verða til þýðingar á sögulegum bókum Gamla testamentisins sem ganga
undir heitinu Stjóm III (Jósúa, Rut, Dómarabækur, Samúel, Konunga-
bækur); Alexanders saga sem er prósaþýðing á söguljóði Gauthiers de
Chatillon um hinn mikla keisara og Gyðinga saga, en þar segir frá leið-
togum Gyðinga frá dögum Alexanders og fram til Pontíusar Pílatusar.
Tvö síðasttöldu ritin eru talin vera verk Brands Jónssonar ábóta. Eitt að-
alhandrit þessara þýðinga - AM 226 fol. - sýnir berlega hvernig þeim var
ætlað að mynda samfellda veraldarsögu, því þar er raðað saman Stjórn,
Rómvetja sógn, Alexanders sögn og Gyðinga sögu, og textarnir styttir örlítið
og lagaðir til svo þeir féllu betur saman.40 Ur verður sannkallaður sagna-
sjór: hér er frásögnin í fýrirrúmi og hefðbundinn rammi veraldarsögunn-
ar fjarri - varla minnst á tímatal eða ártöl - en ef til vill má þó segja að
ramminn sé undirskilinn. Áheyrendur og aðrir notendur bókarinnar hafa
verið færir um að finna söguhetjunum stað innan veraldarsögunnar og
hafa væntanlega verið handgengnir þeirri hugsun sem sér tímana
streyma fram á línulaga ás fram til dómsdags. Sumt í textunum var til
þess fallið að minna á þennan skilning og nægir að nefna þann stað í Al-
exanderssögu (lok 9. bókar og upphaf þeirrar 10.) þar sem Alexander lýsir
því yfir að hann hyggist herja í annan heim þegar hann hefur lagt þenn-
an undir sig. Náttúrunni (sem er persónugerð) blöskrar ofmetnaður hans
og hún fær myrkrahöfðingjann til þess að stöðva sigurgöngu hershöfðin-
gjans - og það beið Krists að sigra helvíti og leysa þá sem þar voru
bundnir.41
AM 226 fol. er stærðarbók, rituð á bilinu 1360-1370 í klaustrinu á
Helgafelli að því er talið er, og tæpast á færi annarra en stöndugra að
standa straum af slíkri bókagerð.42 Litlu síðar taka sig til skagfirskir skrif-
arar og fara að efha í bók sem geymir annars konar, en ekki síður metn-
aðarfulla tilraun til þess að setja saman veraldarsögu á íslensku. Þessi bók
hefur nú safhmarkið AM 764 4to en með því að líklegt er að hún hafi
verið sett saman í nunnuklaustrinu á Reynistað verður hún hér nefnd
40 Stefanie Wurth, Der ,Antikenromarí\ bls. 139-148. Sbr. Sverrir Tómasson, „Þýdd
sagnarit og gervisagnffæði“, Islensk bókmenntasaga I, ritstj. Vésteinn Olason, Reykja-
vík: Mál og menning 1992, bls. 411—418, bls. 414.
41 Alexanders saga, útg. Finnur Jónsson, Kobenhavn: Gyldendalske boghandel 1925,
bls. 144-148.
42 Olafur Halldórsson, Helgafellsbcekur fornar (Studia islandica 24), Reykjavík: Bókaút-
gáfa Menningarsjóðs 1966, bls. 41^-5.
I27