Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Side 130
SVANHLLDUR ÓSKARSDÓTTIR
Reynistaðarbók (Rb).43 Veraldarsagan í Reynistaðarbók stendur á f\Tstu
23 blöðum handritsins og er því mun umfangsmeiri en Veraldar saga hin
gamla. Hún hefst á landalýsingu sem skrifarinn segist setja í upphaf
„þessa litla annálabæklings ... til þess að ljósara verði lesanda manni eða
tilhlýðanda þeirra atburða eða tíðinda er vorðið hafa frá þtd er Guð skap-
aði veröldina og vér höíum fundið í bókmn sldlríkum eða annálum hTri
manna ..." (bl. Ir). Veraldarsögunni er svo skipt niður í átta heimsaldra,
þá sex sem spanna jarðlífið, sjötmda heimsaldurinn sem er biðtími sáln-
axma eftir dómsdegi og loks er lýst komu Andkrists, dómsdegi og eilífri
sælu útvalinna. Efnið í veraldarsögu Rb teygh' rætur sínar til allmargra
latínurita en það er athyglisvert að skrifarar handritsins virðast hafa haft
aðgang að því öllu í íslenskum þýðingum. Þeir taka upp pósta úr alffæði-
ritum, bibhuþýðingum, sagnaritum um Rómverja, Trójumenn og Breta,
Marteinskróniku, helgisögum og dæmasöfhum, og fella allt saman í frá-
sögn sem sögð er í tímaröð undir merkjum hjálpræðissögunnar. Það er
þýðingarmikið að skrifaramir (en þeir eru að minnsta kosti tíu) láta ekki
staðar numið við sex heimsaldra heldur láta verláð ná allt til „almenni-
legrar upprisu“ eins og það er orðað.44 Með því er sjónarhom hjálpræð-
issögunnar rmdirstrikað - alla mannkynssöguna ber að skoða í ljósi end-
urkomu Krists, endaloka heimsins og eilífs lífs þar efdr. En auðvitað er
ekki hlaupið að því að lýsa handanheimum - í umfjöllun sinni um sjö-
unda heimsaldur grípa skrifaramir til þriggja jarteina sem segja má að
tengist leiðslubókmenntum. I hverri jartein birtdst ffamliðin manneskja
skyldmenni í draumi og vimar um vist sína eftir dauðann, ein er í helvíti,
önnur í hreinsunareldinum en sú þriðja í sælustað. Sögur þeirra em
dæmi, ætluð til þess að áminna lifendur og hvetja til dygðugs lífernis.
Margar aðrar ffásagnir í veraldarsögu Rb gegna shku hlumerki og gera
má ráð fyrir því að einn tilgangur hennar hafi verið að mynda eins kon-
ar dæmasafn - draga fram á sjónarsvið sögunnar dvgðugt fólk, miður
frómt og örgusm syndara svo af örlögum þeirra og athöfhum megi draga
lærdóm. Frásagnir af konum skipa álitlegan sess í verkinu sem styTkir þá
hugmynd að bókin hafi orðið til í nunnuklaustri.
43 Svanhildur Oskarsdóttir, „Writing universal history in Ultima Thule: The case of
AM 764 4to.“ Mediaeval Scandinavia 14 (2004), bls. 185-194.
44 „Sex eru greindir í bókum aldrar þessa heims. Hinn sjöundi er eigi í þessu lífi heldur
í öðru framar til almenniligrar upprisu. Hinn áttundi bjrjast á hinum mikla degi og
hefir öngan enda.“ AM 764 4to, bl. Iv29-31.
128