Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Síða 132
SVANHILDUR OSKARSDOTTIR
aftur í Oddaannáltim sem nú eru kunnir í þeirri m}md sem þeir fengu á
16. öld.47 Veraldarsöguefnið sem fylgdi latneskum rímfræðiritum hefur
væntanlega haft áhrif á annálaritun frá upphafi því Vtaskuld sinntu ann-
álaritarar um tímatalsffæði. Ymsum spumingum er enn ósvarað um til-
urð og hmbyrðis samband elstu annála íslenskra. Gustav Stonn, útgef-
andi þeirra, taldi að annálaritun hefði ekki hafist að marki á Islandi frrr
en undir lok 13. aldar en þeirri skoðun hafa aðrir mótmælt, svo sem Nat-
anael Beckman en hann áleit að rætur axmálanna mætti rekja aftur á 12.
öld, ef ekki lengra.48 Storm sýndi ffam á að íslenskir annálaritarar hafa
verið kunnugir þýskum krónikum því finna má efni úr krónikmn þeirra
Frutolfs/Ekkehardts og Sigeberts af Gembloux í íslenskum annálum, auk
þess sem Historia scholastica og Speculum historiale hafa skilið eftir spor í
annálum eins og í ýmsum öðrum verkum á norrænu. Það er misjafht
hversu mikinn gaum íslenskir annálaritarar gefa veraldarsögu - af eldri
annálum sýna Konungsannáll og Resensannáll skýrust tengsl við verald-
arsagnahefðina, meðal annars vegna þess með hvaða öðru efni þeir
standa í handritum.
Resensannáll er elstur íslenskra annála og nær til ársins 1295. Haim
stóð á skinnbók (Membrana Reseniana 6) sem brann í háskólabókasafn-
inu í Kaupmannahöfn 1728 en handritið hafði safhið fengið, með öðr-
um, að gjöf frá Peder Hansson Resen fáeinum áratugmn frnr. Enda þótt
bókin hafi glatast er annállinn varðveittur í uppskrift Arna Magnússonar
og sumt af öðru efni bókarinnar var einnig skrifað upp fvrir brunann. Af
þessum uppskriftum og skrá sem á sínum tíma var gerð }dir Resenssafh
má gera sér hugmynd um efhi bókarinnar. Stefán Karlsson dró þann
fróðleik saman og leiddi um leið getum að uppruna handritsins.49 Nið-
urstaða hans var sú að það hafi verið skrifað á síðari hluta 13. aldar,
47 OMaannálar og OMveijaannáll. Eiríkur Þormóðsson og Guðrún Asa Grímsdóttir
bjuggu til prentunar. Reykjavík: Stofhun Ama Magnússonar 2003, bls. xxvi-xxviii.
48 Gustav Storm, Islandske annaler indtil 1178. Udgivne for det norske historiske
Kildeskriftfond. Christiania 1888, bls. Lxxiii. Natanael Beckman, Anmlstndiei'. (Stu-
dier i nordisk filologi 3) Helsingfors 1911. Þorleifur Hauksson rekur þessi vanda-
mál og ræðir tengsl annálanna innbyrðis í inngangi sínum að Ania sögu biskups
(Reykjavík: Stofnun Arna Magnússonar 1972, bls. Lxii-Lxxx) en í sögurtni er talsvert
annálaefni. Áhugavert væri að athuga samband hennar og annarra biskupasagna við
veraldarsagnahefðina en til þess gefst ekki tóm í þessari grein.
49 Stefán Karlsson, ,Alft£eði Sturlu Þórðarsonar“, Sturlustefha. Ritstj. Guðrún Asa
Grímsdóttir og Jónas Kristjánsson, Reykjatok: Stofnun Ama Magnússonar 1988,
bls. 37-60.
130