Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 134
SVANHILDUR ÓSKARSDÓTTIR
Marteins frá Troppau og sporgöngumanna hans. Höfundur Ova segist
hafa dregið hann saman „af gömlum sögum og íslenskum annálum“ og
hefur víða leitað fanga. Fyrir utan annála og fornsögur hefur hann smðst
við danska króniku byggða á Danasögu Saxa og einnig eru á spássíum
handritsins fjölmargar greinar sem fengnar eru úr þýskmn sagnaritmn.
Um þessar viðbætur og um verkið almennt segir Guðrún Asa Grímsdótt-
ir annar tveggja útgefenda krónikunnar:
Þessar greinar eru órjúfanlegur hluti Oddverjaannáb þU að ekki
er mikill aldursmunur á þeim og megintexta og skrifarahönd-
um svipar saman. Að stíl og framsetningu hefur Ova verið slit-
inn úr viðjum þess knappa forms sem miðaldaannáluin var sett,
en færður í fjölyrtara kronikuform þar sem veraldarsaga og Is-
landssaga fléttast saman, en uppistöður eru sóttar í aldalanga
hefð kristinna sagnaritara þar sem hver nýtti annars efhi og
mótaði í þágu sinna yfirvalda. Ur varð tíinamótaverk, kronika
samanslungin af fjölda ffásagna, og vísar að allri gerð fram til
annálaritara seinni alda.52
Oddverjaannáll (og raunar einnig Oddaannálar) er því íslenskt vitni um
það, að enda þótt veraldarsagnaritun hafi vaxið upp í skjóli kaþólsku
kirkjunnar og endurspeglað heimsmynd hennar fer því fjarri að siðbreyt-
ingin hafi boðað endalok bókmenntagreinarinnar í löndum mótmæl-
enda. Eins og jafnan áður endurnýjaði hefðin sig og til urðu ný verk með
breyttu formi og sumpart nýjum boðskap sem engu að síður studdust við
hugmyndir sem fylgt hafa veraldarsögum frá öndverðu. I Þýskalandi,
sem státaði af sterkri hefð veraldarsöguritunar á móðurmálinu, eins og
nefnt var hér að framan (bls. 122) voru samdar nýjar krónikur sem lög-
uðu gamalt efni að guðfræði og heimssýn í anda Lúthers. Ein þeirra var
krónika Johanns Carions (1499-1537) sem var samverkamaður Philips
Melanchtons en Cronica Carionis varð ein útbreiddasta veraldarsaga síns
tíma og hafði mikil áhrif í Danmörku og á Islandi. Gerð var (stytt) íslensk
þýðing eftdr danskri gerð krónikunnar og kemur hún meðal annars við
tilurðarsögu Oddaannála og Oddverjaannáls.53
52 Oddaannálar og Oddveijaannáll, bls. cxl
53 Oddaannálar og Oddveijaannáll, bls. xxxviii-xlix og cxlviii-cxlix. Um áhrif krónik-
unnar á Islandi sjá Robert Cook, „The Chronica Carionis in Iceland", Opuscula VIII
(1985), bls. 226-263.
Í32