Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 135
UM ALDIR ALDA
Nýjar áherslur: Emvaldsóður
Síðasta dæmið sem hér verður nefnt um endumýjunarmátt og marg-
breytileika veraldarsagna er Einvaldsóður - 307 erinda kvæðabálkur efrir
séra Guðmund Erlendsson í Felb (um 1595-1670), ortur árið 1658. Yf-
irskrift kvæðisins í aðalhandriti er: Einvaldsóður í sex smábálkum um þær
fjórar monarchiur eða einvaldsstjómir.54 Þar er að sjálfsögðu vísað til
draums Nebúkadnesars og veraldarsagan er í kvæðinu rakin innan túlk-
unarramma hans. Einvaldsóður er að mestu byggður á dönsku riti, Dia-
logas, eller En Samtale Imellem Forfarenhed oc en Hojftienere om Verdens el-
endige væsen (1591) sem var þýðing á bók efrir Skotann Sir David
Lindsay, Monarchie or Ane Dialog betuix Experience and ane Courteour en
hún kom fýrst út árið 1554.55 I Einvaldsóði hefst sagan á Nóaflóði og
fýrsti bálkurinn segir einkum frá risanum Nimrod, sonarsyni Kams, og
smíði Babelstums. I öðrum bálki er sagt frá fyrstu monarchiunni, veldi
Assýríumanna (Bel/Ninus), þá koma Persar (Kyms), Makedóníumenn
(Alexander) og loks Rómverjar í fimmta bálld. Sjötti og síðasti bálkurinn
fjabar svo um „þá andlegu eða páfalegu einvaldsstjórn“ og er niðursab-
andi gagnrýni á páfaveldið og einstaka fulltrúa þess en skáldið fagnar síð-
an því að hann og meðbræður hans skub „komnir / fýrir náð Drottins /
úr myrkri því / til miskunnar birtu“ fýrir atbeina Lúthers. Undir lok
kvæðisins reifar Guðmundur draum Nebúkadnesars og túlkun hans og
minnir á steininn sem kom af himni og mölvaði líkneskið en varð síðan
að fjalli sem fylbr allan heiminn. Það er Kristm og veldi hans. Það er
tímanna tákn að Guðmundur dregur ekki upp neina mynd af handan-
heimum, „hvað við tekur / veit Guð sjálfur“ segb í 293. versi og skáldið
áminnir okkm síðan um að það sem mestu skiptir er að deyja vel, en for-
senda slíks dauðdaga er dygðugt og gott líferni. Hinar guðfræðilegu
áberslm eru efrir nýrri sldkkan en niðmstaðan er sem fyrr sú að áminn-
ing sögunnar verði mönnum hvatning til góðra verka sem þeir vinna í
trausti þess að verða hólpnir.
>4 Lbs 121 8vo. Robert Cook vinnur um þessar mundir að útgáfu kvæðisins og léði
mér góðfúslega uppskrift sína að textanum.
55 Lindsay studdist meðal annars við króniku Carions en Guðmundur virðist einnig
hafa nýtt sér hana, óháð verki Lindsays, sbr. Robert Cook, „The Chronica Carion-
is in Iceland", bls. 249-50.
13 3