Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 152
JON OLAFSSON
sögu sem teygir sig heil 2500 ár aftur í tímann. Meðferð nafiia, bókatitla
o.þ.h. er nokkuð ábótavant. Jón fylgir ekki alltaf sömu nmritunaiTegluin,
skrifar stundum upp á latínu og stundum upp á grísku. Hann er hka
vondur með að vísa í titla á ensku, þó að stundum þýði haim þá. Þetta
spillir yfirbragði bókarinnar og er eitt af þrí sem góður ritstjóri hefði lag-
að eða látið laga.
Þó að nauðsynlegt sé að geta þessara galla, þá eru kostir bókarinnar
engu síður talsvert meiri en gallamir. Saga stærðfræðinnar er þannig að
auðvelt er að falla í gryfju of miidllar nákvæmni, rekja þurrlega og
ástríðulaust hvemig vandamál stærðfræðinnar hafa í gegnum tíðina ver-
ið meðhöndluð. Jón hefur hins vegar smitandi áhuga á efninu sem gerir
að verkum að bókin er oft hreinn skemmtilestur. Þó að ekki sé hægt að
segja að hún sé beinlínis gagnrýnin umfjöllun um stærðffæði eða geri
mikið úr heimspekilegum bakgrunni stærðffæðinnar, veitir hún lesand-
anum miklu dýpri og auðugri innsýn í viðfangsefnið en ritin tvö sem áð-
ur voru nefnd. Bókin er nefnilega meira en yfirlit, hún er Kka tækifæri
fyrir lesandann til að lifa sig inn í efhið. Jón segir nægilega mikið ffá fé-
lagslegum og trúarlegum tengingum vísindanna til þess að samhengið
verður lifandi og ljóst.
Auðvitað hefði bók Jóns Þorvarðarsonar átt að koma út hjá einhverju
stóru forlaganna. Verkið er svo augljóslega til þess fallið að nýtast á öll-
um skólastigum, efhið svo ffóðlegt og skemmtilega fram sett að bókina
hlyti að vera hægt að selja, en þess í stað baslar höfundurinn við að gefa
þetta út á eigin vegum án, að því er virðist, þess fjárhagslega og faglega
stuðnings sem miklu síðri verk fá.
Gagmýnin sýn á sögu vísindanna
Andri Steinþór Bjömsson er vissulega Kka einyrki og verk hans, Vísinda-
byltingin - rætur hennar ífomöld og á miöóldum aff akstur áralangrar hjátdnnu
sem þó hefur verið stynkt af ýmsum sjóðum í gegnum tíðina. Andri hefur
þann félagslega bakhjarl sem er háskólaumhverfið og því er bók hans laus
við þá vankanta sem ég hef tahð upp á bók Jóns. Allur ffágangur og um-
gjörð bókarinnar er eins og best verður á kosið (að undanskilinni mjmdrit-
stjóminni að vísu, því eins og Jón lætur Andri ósamstæðan samtíning duga
auk þess sem skýringamyndir í bók hans em ekki fyrsta flokks).
Helsti kostur Vísindabyltingannnar er afar skýr sýn á viðfangsefhið sem
150