Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 155
HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ VÍSINDI?
til að skapa nýja og skínandi heimssýn þar sem aðferðum vísinda er beitt
við að komast að óyggjandi niðurstöðum um hvemig heimurinn og sam-
félagið era í raun og veru. Því miður er afar lítið um gagnrýnin skrif um
vísindi hér á landi. Dagblöðin sinna vísindaskrifum alls ekki og ljósvaka-
miðlar virðast ekki hafa neina stefnu um slíkt efni. Þess vegna ríkir hér sú
þversagnakennda staða að þó að það virðist vera algeng skoðun að vísindi
séu mjög mikilvæg, þá er gagnrýninn skilningur á vísindum, það sem hægt
er að kalla vísindalæsi, mjög takmarkaður. Stóru bókaforlögin ættu að sjá
sóma sinn í því að gefa út meira alvöruefhi um vísindi í stað þess að ein-
skorða sig við léttmetið og láta annaðhvort háskólaforlagið eða höfúnda
sjálfa um að gefa út það sem bitastæðara er.
Alvöru-vísindi frá 19. öld
Sumir kunna að furða sig á hinxú vönduðu útgáfu Lærdómsrita Hins ís-
lenska bókmenntafélags á Uppruna tegnndanna, þessu næstum 150 ára
gamla ritd Charles Darwins. Mörg rit önnur hefðu ef til vill frekar þurft
á þýðingu að halda en Uppruni tegundanna, sem vissulega er fýrst og
fremst minnisvarði um Darwin, hugsun hans og aðferðir, en segir okkur
minna um allt það sem darwinisminn leiddi af sér. En staðreyndin er sú
að alhr áhugamenn um heimspeki og vísindasögu ættu að lesa Uppruna
tegundanna. Það er ekki nóg með að þar sé vísindaleg hugsun sett ffam á
mannamáli og með þeim hættd að hver einasti maður getur skihð; skrif
Darwins og vísindaleg hugsun eru þannig að mikið má læra af því að lesa
rit hans í heild sinni. Þar að auki er auðvitað mikilvægt að átta sig á því
hvað það er varðandi þróun sem komið er ffá Darwin sjálfum, því að
kenning hans hefur að sjálfsögðu tekið talsverðum breytingum við ffam-
farir í erfðaffæði og á mörgum öðrum sviðum vísinda.
Þróunarkenningin hafði gríðarleg áhrif á vísindi og mannskilning og
ef til vill eru ekki öll áhrif hennar komin ffam til fulls ennþá. Hún breytti
því ekki aðeins hvemig viðtekið væri að hugsa um líffíkið, með því að
sýnt var að hvert þekkt lífsform ætd sér gríðarlega langa sögu. Hún
breytti því líka hvemig menn hugsuðu um samfélag og menningu og
ekki síst hvemig menn skildu viðfangsefhi vísinda.1 Þróunarkenningin
1 Sjá almennt um þessi effii Michael Ruse, Philosophy ofBiology, Amherst: Prometheus,
1998 (2. útg., 1. útg. 1973). Einnig eftir sama höfund: „Evolutionary Ethics: What
can we leam from the past?“ Zygon 34. árg. 3 (1999), bls. 435-451.
153