Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 156
JON OLAFSSON
gerði öll form afstæð: ekkert eðli eða veruleiki liggur svo djúpt að það sé
ekki háð breytingum, sé á einhvern hátt afleiðing af samspili umhverfis
og kjarna eða gerðar. Kannski er Uppnmi tegundanna mesta byltingarrit-
ið í sögunni. Þó að enginn hafi reynt að draga Darwin fyrir dóm eða
brenna hann á báli, var andstaðan við hina vísindalegu niðurstöðu slík að
ekki er nokkur leið að jafna henni saman við þá andstöðu sem talsmenn
sólmiðjukenningar mættu á síntun tíma. Og emi þann dag í dag er uppi
römm andstaða við þróunarkenninguna. I Bandaríkjunum hafa til dæm-
is talsmenn svokallaðra sköpunarvísinda beitt öllum brögðum til að fá
opinbera aðila til að viðurkenna að þrótmarkennmgin sé í besta falli ein
möguleg leið tál að skýra fjölbreytni lífríkisins. Nú síðast heíur hörð at-
laga verið gerð að ratmvísindakennslu í skólum þar vestra fyrir að ein-
blína á þróunarkenninguna og þess krafist að sköpmiarvísindi verði hluti
af námsefhi í líflræði og eðlisfræði til hliðar við þróunarkenninguna og
kenning'una um miklahvell.2
Nokkuð hefur verið deilt tun hvort líta megi svo á að þróunarkenning-
in sé óumdeild kenning. Staðreyndin er sú að innan vísindasamfélagsins
er erfitt að finna einstaklinga eða hópa sem hafna þróunarkenningunni,
andstaða við hana kemur utan frá, einkum ffá þeim sem byggja viðhorf
sín og lífsafstöðu á sterkri trúarsannfæringu. En gagnrýni á þróunar-
kenninguna ffá sjónarhóli hins trúarlega þar sem því er haldið ffam að
þróunarkenningin sé ósönnuð byggist á ákveðnum misskilningi á eðli
nútímavísinda. Kenningin um þróun er svo snar þáttur í öllum lífvísind-
um samtímans og svo mikilvæg undirstaða vísindalegrar orðræðu, að
henni er ekki hægt að hafna öðruvísi en að gera þá um leið nauðsynlega
algjöra endurskoðun á skilningi samtímans á vísindum.
Einnig er þróunarkenningin ekki síst merkileg fyrir það að hægt er að
beita henni, beint og óbeint, á fleira en líffíkið. Hún býður upp á túlk-
unarmöguleika sem gera okkur kleift að endurskoða afstöðu til margra
klassískra vandamála heimspekinnar í ljósi hennar. Darwinisminn er vís-
indabylting í sjálfum sér, kexuúng sem kallaði ffam miklu víðtækari end-
urskoðun í vísindasamfélaginu heldur en endurskoðun á þeim tilteknu
atriðum sem hún fjallar um.
Uppruni tegundanna er eitt fárra rita í sögu raunvísindanna sem skipt-
2 Sjá til dæmis Richard C. Lewontine, „The Wars over Evolution", New York Review
ofBooks, 52. árg., 16, 20. október 2005.
H4