Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 163
SMÁ-SAGA
ar ósanngjöm. í fyrsta lagi af því að stöðugt bætist við það sem hægt er
að vita og margt af því kann að reynast gagnssnautt og í öðru lagi af því
að sönnunarbyrðin á því hvort efnið sé í raun gagnlegt og nothæft er ekki
á þeim sem framleiðir skýringuna heldur á notandanum. Skýringar á af-
skekktum atriðum í textum sem sjaldan em lesnir fá yfirleitt enga ffæði-
lega umfjöllun, einmitt af því að þær koma fáum að gagni þegar þær
koma út og fjalla ósjaldan um atriði sem engum er umhugað um. Þær
verða þá eins og jarðsprengjur fyrir þá sem seinna koma, ekki síst þegar
þær era birtar á óútreiknanlegum stöðum eins og bók Helga: hvernig á
nokkur maður að geta reiknað út efdr f 0 ár að þar sé að finna skoðanir
bæði um Færeyinga sögu og ömefnið Tintron?
Mér fannst Land úr landi skemmtileg bók; ég er veikur fyrir óskyldum
fróðleik almennt og smáatriðum í landafræði sérstaklega og hafði gaman
af lærdómi Helga og hugvitsamlegum skýringum. Þær em hins vegar
langflestar algerlega óábyggilegar. Aðferð hans felst í að gefa sér forsend-
ur, láta eins og eitthvað sé augljóst og óumdeilt sem er það ekki endilega,
draga síðan fram möguleika (þ.e. eitthvað sem er hugsanlegt en hvorki
sannanlegt né einu sinni í sjálfu sér fiklegt) og raða þeim svo saman þang-
að til komin er einhvers konar niðurstaða, yfirleitt um efni sem era óá-
hugaverð í sjálfum sér. Þannig verður myndin ‘Ansuan’ í íslensku bréfi á
nafni Spánverjans ‘de Ansoa’ tdl þess að Jón Indíafari er gerður að höf-
undi annars tveggja basknesk-íslenskra orðasafna vegna þess að Jón hafði
gengið á land á eyjunni Anjouan í Indlandshafi, var nágranni sýslumanns
sem skrifaði bréfið og hlýtur að hafa verið málamaður af því að hann var
sigldur og hafði skrifað tamil-íslenskt orðasafn. Þetta er eins og skop-
stæling á vísindalegri aðferð, og það er sennilega í því sem skemmtigild-
ið hggur, en ég get ómögulega áttað mig á því hvort spaugið sé að yfir-
lögðu ráði eða ekki, grunar að það sé svona hálft í hvom og Helgi komi
sér þannig hjá að taka fulla ábyrgð á bókinni annaðhvort sem vísindalegu
framlagi eða sem paródíu.
Þó að þessi bók komi þannig úr innsta kústaskáp fílabeinstumsins hef-
ur hún það fram yfir allar hinar sem hér em til umfjöllunar að hafa vak-
ið talsverða athygli í íslenskum fjölmiðlum. Þorvaldur Gylfason hag-
fræðiprófessor skrifaði um eina greinina, ,JVIenning á Islandi“, í
Fréttablaðið (6. janúar 2005) og hrósaði henni í hástert og í kjölfarið
hvatti Fréttablaðið lesendur sína til að kynna sér þessa áhugaverðu bók.
Þetta er umhugsunarefni fyrir þá fræðimenn sem er annt um að ná eyr-
iói