Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 164
ORRIVESTEINSSON
um almennings og leggja sig fram um að skrifa lipran texta og gera fræði-
leg álitamál forvitnileg, en ég leyfi mér að efast um að það hafi fiust og
ffemst vakað fyrir Helga. Bók hans virðist samt höfða til áHeðins hóps
ósérfróðra, væntanlega af því að rökleiðslurnar eru alveg skýrar, engir
vafiiingar eða varnaglar og enginn óþarfa vaðall - og hugvitsemin er aug-
ljós. Greinin ,fy'lenning á Islandi“ hefur sérstaklega víða skírskotun af því
að hún fjallar um efni sem mörgum er hugstætt og íslenskir ffæðimenn
hafa vanrækt í seinni tíð, sem sé spuminguna um það af hverju Islend-
ingar skrifuðu bókmenntir á miðöldum. Hugmynd Helga er sú að há-
menning sé dýr og því þurfi að skýra hvemig Islendingar stóðu undir
þeim kostnaði á miðöldum. Skýringuna fiiuiur hann í því að þeir hafi
grætt á verslun með rostungs- og náhvalstennur frá Grænlandi. Þetta er
snjöll tdlgáta, ekki síst af því að engin leið er að afsanna hana. En hún er
líka ódýr, einmitt af því að hvorki er hægt að sanna hana né afsanna, og
af því að Helgi skautar fram hjá hrömium af álitamálum, heilu ffæðasvið-
unum raunar; hann lætur eins og þau séu ekki til og með því verður til-
vera hans og tilgátunnar bæði einfaldari og auðveldari. Þetta heitir nú
bara svindl á mannamáli, en í því liggur líka skemmtigildið: ósvífnustu
glæpimir em þeir sem maður dáist mest að, ekki síst ef brotið er gegn
einhverri andlitslausri stofiiun sem enginn hefur samúð með. Sem kenn-
ari er maður mjög þakklátur fyrir svona efifi: það hentar vel til að láta
nemendur spreyta sig á að finna veilumar og götin - og mætti birta meira
af slíku að ósekju. Það er hins vegar auðvitað einhver röHeila í þeirri
hugmyndaffæði sem telur að ffæðimönnmn sé skylt að kunna skil i þeirri
skoðun að ömefhið Karlsár sem kemur fyrir í Olafs sögu helga vísi tdl
Carleflod á Englandi ff emur en Cádiz á Spáni (eða einhvers annars af all-
mörgum ömefhum í Evrópu) en leyfir síðan að settar séu ffam frjálsleg-
ar tilgátur um meginálitamál án þess að þar sé í neinu gætt að því vísinda-
lega framlagi sem liggur fyrir á sviðinu - í þessu tdlfelli m.a. rannsóknum
Helga Þorlákssonar á íslenskri miðaldaverslun3 og rannsóknuin maim-
fræðinga á eðli verslunar í fábreyttum bændasamfélögum.4
J Helri Þorláksson, Vaðrnál og verðlag;. Vaðmál í utanlandsviðskiptum Islendhwa á 13. og
14. öld, Reykjavík 1991.
4 T.d. Karl Polanyi, Primitive, arcbaic and itiodem economies. Essays ofKarl Polanyi, New
York: Doubleday, 1968; Timothy Earle & J.E. Ericson ritstj., Exchange systems in
prehistoiy, New York: Academic Press, 1977; Richard Hodges, Dark Age Econornics.
The origins of towns and trade AD 600-1000, London: Duckworth, 1982.
IÓ2