Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 165
SMA-SAGA
Bók Gunnars Karlssonar á það sammerkt með verki Helga að vera
ritskýring og á sér kannski svipaðan uppruna sem margra ára aukaá-
hyggja fræðimanns. Þar með er þó upptalið það sem líkt er með verkun-
um. Bók Gunnars um goðamenningu vegur í öllum skilningi þyngra,
bæði í grömmum talið og vísindalegu gildi. Gunnar Karlsson er prófess-
or í sagnfræði við Háskóla Islands, fæddur 1939, og hefur jöfnum hönd-
um fengist við 19. aldar sögu og miðaldasögu, og ritað bæði kennslubæk-
ur fyrir grunnskóla og yfirlitsrit um Islandssögu. Hann hefur skrifað
áhrifamiklar greinar um goðavald og stofiianir íslenska þjóðveldisins og
staðið að útgáfu á Grágás með nútímastafsetningu. I inngangi kemur
fram að Goðamenning sé eins konar heildartiltekt á meira en 30 ára rann-
sóknum Gunnars á þessu sviði, en þar á meðal eru andmæfi hans við
doktorsvöm Jóns Viðars Sigurðssonar sem skrifað hefur tvær bækur um
goða.5 Sá grunur læðist að manni að Goðamenning sé sú doktorsritgerð
sem Gunnari finnst að Jón Viðar hefði átt að skrifa. Að hluta til er bók-
in andmæli við skoðunum Jóns Viðars en hún er líka heildstæð ítarrann-
sókn á meginatriði í íslenskri miðaldasögu, goðavaldinu. I henni er tíma-
bært endurmat á ýmstun fomum hugmyndum, það er gert upp við
sumar, aðrar (og þær em fleiri) em endurhæfðar, en líka er reydngur af
nýjum hugmyndum, engum þó róttækum. Þó að efnið sé á löngum köfl-
um mjög tæknilegt þá er þetta lipurlega skrifuð bók og aðgengileg þeim
sem á annað borð hafa áhuga á efninu. Goðamenning er og verður aug-
ljóslega grundvallarrit í íslenskum miðaldafræðum, ómissandi öllum
þeim sem þurfa að fjalla fræðilega um goðavald og stjórnkerfi þjóðveld-
isaldar.
Goðavald hefur verið miðlægt eíni í íslenskri miðaldasöguritun frá því
um miðja 19. öld þannig að Gunnar rær ekki í neinum skilningi á ný mið.
Enda er það ekki markmið hans heldur hefur honum sýnst - réttilega -
að full ástæða væri til að skoða þetta mikilvæga efni heildstætt - á mun
heildstæðari hátt en Jón Viðar gerir í sínum ritum - og taka tdl
gagnrýninnar skoðunar þau margvíslegu álitamál sem að því lúta, ekki
síst þau sem htla athygli hafa fengið árum saman. Aðferð Gunnars bygg-
ir á skynsemi. Hann hefur í sjálfu sér ekki neinn meiriháttar boðskap
ffam að færa - það sem helst mætti flokka þar undir er endurhæfing hans
5 Jón Viðar Sigurðsson, Frá goðarðiim til rtkja. Þróun goðavalds á 12. og 13. öld, Reykja-
vík: Menningarsjóður, 1989; Jón Viðar Sigurðsson, Chieftains and power in the Icel-
andic co-mmonwealth, Odense: Odense University Press, 1999.
í63