Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 176
ORRIVÉSTEINSSON
að hrekja kenningar er alltaf gagnlegt fynr vísindin, það meitlar hugann,
slípar orðræðuna og styrkir aðrar kenningar. Vond keruung er iniklu
betri en engin.
Veruleikinn. Ein afleiðing af kenningaleysinu er að veruleikinn virðist oft
verða hálfgert aukaatriði í íslenskum miðaldafræðum - eins og mörgum
öðrum fræðum raunar. Nú er það ekki þannig að veruleikinn sé eina rétt-
mæta viðfangsefni vísindanna, og vitanlega mjög misjaflit hvað menn
eiga við með orðinu. Sumt fólk skilur hugtakið þröngt, að veruleiki
mannkynssögunnar sé að vinna, sofa og borða - það sem flest fólk gerir
megnið af tímanum - en annað mjög vítt, að veruleikinn sé allt það sem
er og á sér stað og tengist ekki síður upplifun, hugmyndum og hugsun en
athöfhum. Eg hallast nú að því síðara en fyrir mér er það ekki þessi
greinarmunur sem skiptir máli heldur það að heimildir um fortíðina
varða augljóslega alltaf aðeins lítinn hluta veruleika hvers tíma. Þetta á
við um allar tegundir heimilda - ritheimildir, fornleifar, tungumál, minn-
ingar - þær endurspegla hverjar um sig aðeins sneiðar - oft næfurþunn-
ar - af veruleikanum. Af þessu hafa menn ekki nógar áhyggjur því að
sterk tilhneiging er til þess í miðaldafræðum að rannsaka heimildirnar
ffemur en veruleikann. Miðaldafræðingar telja sér það jafhvel óskylt að
velta fyrir sér veruleikanum umfram það sem kemur fram í þeim heim-
ildum sem þeir eru að rannsaka það sinnið. Nú er hér að vísu ákveðinn
stigsmunur á eðli rannsóknarefna. Sumar rannsóknir beinast eingöngu
að skilningi á heimildunum í sjálfum sér - til þess að hægt sé að nota
sumar heimildir um veruleikann verður fyrst að skilja þær réttum skiln-
ingi og það getur krafist umfangsmikilla rannsókna og lýtur stórt hlutfall
íslenskra miðaldarannsókna að þessu. Þetta er nauðsynlegt og eðlilegt en
það hefur hins vegar oft í för með sér að fólk missir alveg sjónar á raun-
veruleikanum sjálfum, ekki síst þegar hægt er að gieyma sér í skemmtd-
legum og margbrotnum heimi heimildanna. Aðrar rannsóknir beinast í
orði kveðnu að veruleikanum en fjalla í raun og veru aðeins um endur-
speglun ákveðinna heimilda af honum. Þannig er t.d. um bækur Gunn-
ars og Sverris. Gunnar skrifar um stjórnkerfi þjóðveldisaldar út frá þeim
heimildum sem beinlínis lúta að því efhi, lögum og sögum, og þótt hann
sé meðvitaður um að þessar heimildir eru stundum ósamkvæmar - og
gerir sér mat úr því - þá virðist hann ekki vera jafn meðvitaður um að
þær eru takmarkaðar, endurspegla aðeins fáar hliðar og stuttan tírna. Og
174