Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 185
HÁKON GÓÐI OG GUÐIRNIR
heildarályktun sem á að vera mynd af fortíðinni, en þessi heildarmynd er
ekki fortíðarinnar heldur hans eigin. Eg nota kafla úr Horg, hov og kirke
efrir Olaf Olsen sem skýringardæmi úr nútímanum, en hann hefur haft
mikil áhrif á það hvaða augum norrænir nútíma sagnfræðingar h'ta heið-
in trúarbrögð.4 Efrir gagnrýna yfirferð á norræmun fornbókmenntum
kemst Olaf Olsen að þeirri rúðurstöðu að: „Ekki er í neinu tilviki hægt
að rekja upplýsingar um heiðinn sið í fornsögunum og Landnámabók
nógu langt aftur í tímann til þess að hægt sé að líta á þær sem áreiðan-
legar sögulegar heimildir.“5 Hann kýs þess vegna að líta algerlega fram-
hjá fomsögunum og beina athyglinni í staðinn að sagnfræðilegum eða
fomleifafræðilegum heimildum frá víkingaöld. Ur norrænum bók-
menntum em það „nokkur eddukvæði og dróttkvæði ásamt fáeinum
lausavísum frá lokum heiðni og árkristni.“6 I næsta kafla athugar Olaf
Olsen hvaða þekkingu er hægt að fá úr þessum og öðmm sagnfræðileg-
um heimildum og hér ræðir hann í upphafi hverjir hafi leitt hinn heiðna
sið. Engin ummerki em um að þar hafi verið sérstakir prestar, en hann
heldur því fram að þeir valdamestu í samfélaginu hafi leitt helgihaldið og
að það hlutverk hafi sama sem gengið í arf í fjölskyldum höfðingja.
Ennfremur vill hann meina að konungurinn hafi séð tun framkvæmd
helgisiðanna á helstu helgistöðum ríkisins. Helgiathafnir vom þó ekki
grundvallaratriði í valdi höfðingja eða konungsins á víkingaöld. „Guða-
dýrkuninni í byggðunum í kring og á bæjunum var ekki stjórnað ofanffá.
Hún varð til út frá siðum og venjum fólksins og réðist af hefðinni.“' Ekki
hefur verið þörf fyrir stjómvald sem kallaði saman til helgihalda „því þau
vom hluti af gangi ársins og lífsms, jafn sjálfsögð fýrir bóndanum og sán-
ingin og uppskeran.“8
Þessi samantekt á því hverjir hafi leitt heiðið helgihald er ekki reist á
viðamiklum heimildum. Olaf Olsen vísar til orðsins kuþa (goði) á Gla-
vendmpsteininum og goðaveldisins íslenska, og nefnir einnig - en ekki
án fyrirvara - að orðið „þulur“ á Snoldelevsteininum kunni að vísa til
manns sem hafi haft hlutverki að gegna við helgiathafnir. Athugasemdin
um dreifðar helgiathafhir sem fylgdu gangi árstíðanna er studd óbeinum
4 Olaf Olsen, Harg, hov og kirke, Historiske og arkæologiske vikingetidsstndier. Kaup-
mannahöfn, 1966.
5 Sama rit, bls. 54.
6 Sama rit, bls. 54.
Sama rit, bls. 56.
8 Sama rit, bls. 56.
183