Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Side 186
PREBEN MEULENGRACHT S0RENSEN
rökum: „Til að skilja þetta þarf maður aðeins að minnast þess hvernig
pílagrímsferðir til kaþólskra helgistaða héldu áfram eftir siðaskiptin eins
og af gömlum vana.“9 Auk þessara áþreifanlegu tilvísana byggir fram-
setningin á þeirri almennu þekkingu sem rannsókn á heimildum leiðir
tdl, og inni í þeirri mynd er einnig þögn heimildanna: „Ekkert bendir til
þess,“ skrifar Olaf Olsen, „að höfðingjar víkingaaldar hafi byggt vald sitt
á skipulagi sem tengdist helgisiðum eða á yfirráðum yfir eignum sem
voru lagðar undir helgihald."10 A hinn bóginn er þeim möguleika haldið
opnum að „höfðingjaprestar" sem hann finnur rök fyrir í áletruninni á
Glavendrupsteininum „geti átt uppruna sinn að rekja til ævafoms helgs
höfðingj ahlutverks. “11
Það er ljóst að Olaf Olsen vinnur hér með möguleika sem reistir em á
tilgátu, eins og alhr sem vinna með þetta efhi verða að gera. Það er
einnig greinilegt að í tilgátunni er gengið út frá forsendmn sem ekki em
gefhar beint í heimildunum. Þannig em skil milli hins veraldlega og hins
heilaga sem gera það mögulegt að tala um yfirvald sem er alveg eða að
hluta óháð hinu helga. Heimildimar og okkar eigið endurmat á vitnis-
burðinum sem þær hafa að geyma geta þó einnig gefið tdlefhi til fleiri en
einnar tilgátu, eins og umræðan um hvort heilagur konungdómur hafi
verið við lýði er til að mynda dæmi um.12 Tilgátan og heildarályktunin
era nauðsynlegar vegna þess að án þeirra getum við ekki hugsað söguna,
en endurmat okkar er engan veginn hægt að leggja að jöfinu við þá kenn-
ingarlegu stærð, sem er kölluð sögulegur vemleiki.
Ef við höldum okkur við það að sagnfræðin endurskapi ekki söguleg-
an veruleika heldur endurmeti þær hugmyndir sem menn gera sér um
hann og komi þessu endurmatá á framfæri í rituðu máli, verður mtrnur-
inn milli þess sem nútíma sagnfræði ber á borð og þess sem við höfum
frá sagnariturum liðinna tíma og flokkast sem heimildir, ekki eins róttæk-
ur og yfirleitt er gert ráð fyrir. I báðum tilfellum er þetta spurning um
túlkun. Augljós munur liggur í aðferðinni. Flestir nútíma sagnfræðingar
beita heimildarýni sem byggð er á pósitífiskum forsendum meðan höf-
9 Sama rit, bls. 56, neðanmáls.
10 Sama rit, bls. 55.
11 Sama rit, bls. 55.
12 Samantekt á þessari umræðu má finna í greininni: R. W. McTurk, „Sacral Kingship
in Ancient Scandinavia: A Review of Some Recent Writings,“ Saga-Book of the Vik-
ing Society XJX 1974-77, bls. 139-169.
184