Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 190
PREBEN AÍEULENGRACHT S0RENSEN
ályktun að þulurinn hafi komið fram á þingi, eða fyrir þ\a yfirleitt að orð-
ið merki þess konar embætti.
En böggull fylgir skammrifi þegar skriflegum heimildum miðalda er
hafnað fyrir áreiðanlegri „upplýsingar“ víkingaaldar. I stað túlkunar
sagnaritaranna á fortíðinni fáum við túlkun nútíma sagnfræðinga, sem er
stundum alveg jafn hugmyndarík.
Ætlunin með þessum dæmum er ekki að gagnrýna sagnffæðingana
fyrir það að túlka, því það hggur sem sagt í eðli sagnfræðinnar, heldur að
sýna að nútíma sagnfræðingar sitja við sama borð og þeir á miðöldum
þegar þeir reyna að skapa myndir af fortíðinni annars vegar á gmndvelli
þekkingar sem hefur gengið í arf, og hins vegar sínum eigin hugmynd-
um um sannleika. Með þetta sem útgangsptmkt yfirgef ég nútímann og
sný mér að dæmi frá miðöldum.
Blótið á Hlöðum
Eg tek lýsingu Snorra Sturlusonar á heiðnum blótum í Þrændalögum í
Hákonar sögu góða sem dæmi, en ég valdi þennan textabút bæði vegna
þess að þar er um að ræða þekkta og umdeilda lýsingu miðaldamanns á
forkrismum trúarbrögðum, og vegna þess að hún segir sitthvað um hug-
myndir Snorra um sambandið milli trúar og miðstýrðs valds.19
Lýsinguna á blótdnu er að finna í 14. kafla og er hún hluti af því hvern-
ig frásögnin dregur fram andstæðu milli hins kristna konungs Hákonar
og heiðinna Þrænda. Sagt er að Hákon hafi verið sannkristinn maður
þegar hann kom til Noregs, en þar sem landið var heiðið og sá siður að
blóta útbreiddur, ákvað hann að bíða með að kynna hin nýju trúarbrögð
þar tdl hann hefði fengið nægilegan stuðning frá höfðingjum. Þegar hon-
um fannst tíminn vera kominn, fékk hann tdl sín trúboða frá Englandi, lét
reisa kirkjur og kallaði bænduma saman tdl að koma á hinum kristna sið.
En bændurnir svömðu því tdl að þeir vildu skera úr tun málið á Frosta-
þingi í viðurvist íbúa úr öllum fylkjum Þrændalaga. Konungurinn vildi
sem sagt innleiða kristdndóminn að ofan, en bændurnir töldu að ákvarð-
anir um trúskiptd, eins og aðra mikilvæga hlutd, skyldi taka á sameigin-
legu þingi.
Næst er frásögn af blótsiðum skotdð inn í söguna. Þar er sagt um Sig-
19 Tilvitnanir í söguna era í Heimskringlu, Fyrsta bindi, (Islenzk fomrit 26). Bjarni Að-
albjamarson gaf út. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1941-1951.
l88