Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Síða 193
HÁKON GÓÐI OG GUÐIRNIR
Snorra.22 í greininni „Siðaskipti. Das religionsgeschichtliche Modell
Snorri Sturlusons in Edda und Heimskringla“ sér Weber þann skilning
hjá Snorra á heiðninni að hún hafi verið forstig að breytingum sem
voru fyrirfram ákveðnar. Samkvæmt Weber er saga Noregs skýrð í
Heimsk?inglu á grundvelli þessa. Heiðin blót á þá að skoða í ljósi krist-
inna kenninga um djöfla. Snorri og samtímamenn hans munu ekki hafa
skilið blótið og helgisiðina svo, að þau hafi beinst að raunverulegum
forkristnum goðum, því slík voru ekki til samkvæmt kristinni guðfræði.
I staðinn hafi þeim verið beint að djöflum sem blinduðu mennina og
töldu þeim trú um að gjafir hins raunverulega guðs, ár ogfriður, væru
umbun heiðinna goða fyrir fórnina.
Sé Hákonar saga góða skoðuð á þennan hátt verður Sigurður jarl full-
trúi djöflanna frammi fyrir hinum kristna konungi. Undir yfirskini vin-
áttu og samvinnu spillir hann viðleitni konungsins og fær hann meira að
segja til að ganga af trúnni. Þetta er hins vegar aðeins ein kristin túlkun
á forkristinni goðadýrkun og ekki endilega skáldlegt fimbulfamb um
heiðnina. Lýsingamar á blótunum á Hlöðum gegna greinilega, eins og
Klaus Dúwel bendir á, því hlutverki í frásögninni að undirbúa umfjöllun
næstu kafla á efdr um blótsveislurnar á Hlöðum og Mæri; en tálgangur
þeirra er þó fyrst og fremst fom- og sagnfræðilegur - þannig er eðlilegt
að líta á þær. I stærra samhengi íslendingasagnanna og Heimskringlu allr-
ar em þær þá staðsettar þar sem heiðnin og kristnin mætast beint í fyrsta
sinn og reynist sú fyrmefnda sterkari - enn sem komið er, og þær veita
innsýn í þau trúarbrögð sem forfeðurnir iðkuðu. Frá mínum bæjardyrum
séð er engin ástæða til að efast um heiðarleika Snorra þegar hann leitast
við að koma slíkri þekkingu til lesenda sinna.
Klaus Duwel og Gerd Wolfgang Weber era báðir þeirrar skoðunar að
Snorri hafi séð heiðnina í ljósi siðasldptanna og litið á síðasta tímabil
22 Gerd Wolfgang Weber, „Siðaskipti. Das religionsgeschichtliche Modell Snorri
Sturlusons in Edda und Heimskringla,“ Sagnaskemmtun. Studies in hornrnr ofHermann
Pálsson, Vín: Böhlau, 1986, bls. 309-29. Sjá sérstaklega bls. 322-29. Sbr. Gerd Wolf-
gang Weber, „Irrehgiositát und Heldenzeitalter. Zum Mythencharakter der altis-
lándischen Literatur," Specvlvm Norroenvm. Norse Studies in Memory of Gabnel Tur-
ville-Petre, Óðinsvé: Odense University Press, 1981, bls. 474-505. Gerd Wolfgang
Weber, „InteUegere historiam. Typological perspectives of Nordic prehistory (in
Snorri, Saxo, Widukind and others),“ Tradition og historieskrivning, Acta Jutlandica
63, Humanistisk serie 61. Árhus; Kirsten Hastrup og Preben Meulengracht Soren-
sen, 1988, bls. 95-141. Klaus von See hefur gagnrýnt kenningar Gerds Weber í Myt-
hos und Theologie im Skandinavischen Hochmittelalter, Heidelberg: Winter, 1988.