Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 195
HÁKON GÓÐI OG GUÐIRNIR
Heimildir Snorra
Það er nokkuð ljóst að Snorri Sturluson skáldaði ekki upp söguna um
Hákon góða og það hvernig hann gekk af trúnni. Meginatriðin er að
finna í eldri sagnaritum eins og Fagurskinnn og Agripi afNoregskonunga-
sögum og að baki þessum epísku frásögnum eru dróttkvæðin, sem eru sá
hluti elsta vitnisburðarins um Hákon sem er okkur sýnilegur. Hér á eft-
ir ætla ég að líta aðeins nánar á það hvað þessir textar segja um samband-
ið milli trúar og miðstýringarvalds.
Sagnfræðingar miðalda vissu að Hákon góði hafði verið kristinn þeg-
ar hann kom til Noregs eftir uppvaxtarár sín á Englandi. Þó ekki væri
annað þá gefur viðurnefiii hans, Adalsteinsfóstri, til kyxma að hann hafi
verið fóstursonur hins kristna konungs Aðalsteins. Það er einnig ljóst að
hann hefur dáið heiðinn. Þá ályktun má draga af Hákonarmálum sem Ey-
vindur skáldaspillir kvað efidr Hákon og Snorri notar sem endi á sögu
hans, bæði í virðingarskyni og til þess að sýna að frásögnin sé sönn.
Kvæðið fjallar um síðustu orrustu Hákonar sem hann háði við Eiríkssyni
að Fitjum, og snýst um þá hugmynd að Oðinn hafi sent tvær valkyrjur á
vígvöllinn til þess að velja þá sem skyldu deyja. Þannig segir örmur
þeirra, Göndul:
„Vex nú gengi goða,
es Hákoni hafa
með her mikinn
heim bpnd of boðit“25
(Nú vex fylgi goðanna, sem hafa boðið Hákoni með mikinn
her.)
Konungurinn óttast reiði Óðins, en honum er fagnað sem gesti í Valhöll,
og ástæðan er afstaða hans tál hinna heiðnu helgistaða:
Þá þat kynndisk,
hvé sá konungr hafði
vel of þyrmt véum
25 Háktmarmál, 10. erindi, 3-6, Den norsk-islandske skjaldedigtning, 4. bindi. Finnur
Jónsson sá um útgáfuna. Bindi B:I, Kaupmannahöfn: Gyldendal, 1912. Bls. 58.
Heimskringla, fyrsta bindi, bls. 196.
z93