Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 199
HÁKON GÓÐI OG GUÐIRNIR
dreifða stjórnvald var lagt undir hina nýju miðstýringu en þessu var í
raun öfugt farið á Islandi í fýrstu: hinni miðstýrðu kirkju var komið fýr-
ir í dreifðu stjórnkerfi goðasamfélagsins.
I frásögninni af Hákoni góða og bændunum í Þrændalögum er þessari
stöðu lýst með annarri sviðsetningu. Hér er konungurinn kristinn og það
að taka við kristni myndi hafa í för með sér að völdin söfnuðust til kon-
ungsins og höfðingjavaldið yrði rýrt. Þegar bændurnir neyða konunginn
til að taka þátt í blótinu er það staðfesting á því að hann felli sig undir
þeirra samfélagsform. Þrændurnir hafa kosið sér konunginn sjálfir og
vilja meina að þeir hafi einnig rétt til að setja hann af; á meðan hann er
konungur þeirra skal hann taka þátt í trúariðkun þeirra.
Samband konungsins við hin heiðnu goð er sýnt ffá öðru sjónarhomi
í Egils sögu Skalla-Grímssonar. Þar er sagt frá erfðamáli sem Egill rekur
gegn Norðmanninum Berg-Onundi fýrir hönd eiginkonu sinnar. Egill
stefnir andstæðingi sínum til Gulaþings, þar sem konungshjónin Eiríkur
blóðöx og Gunnhildur drottning eru fýrir. Vinfengi er milli drottningar-
innar og Berg-Önundar en hún er óvinveitt Agh og kemur í veg fýrir að
hann nái rétti sínum með því að láta menn sína eyðileggja vébönd og
girðingu umhverfis hið helga dómsvæði og stökkva dómurunum á brott.
Hún rýfur þannig friðhelgi dómstólsins og þingsins og Egill verður að
flýja. Eftir flóttann kveður hann þetta erindi:
Svá skyldi goð gjalda,
gram reki bQnd of lgndum,
reið sé rggn ok Óðinn,
rán míns féar hánum;
folkmýgi lát flýja,
Freyr ok NjQrðr, af jgrðum,
leiðisk lofða stríði
landáss, þanns vé grandar.31
(Goð reki konung af löndum. Svo skyldu goð gjalda honum
rán fjár míns. Goðin og Óðinn séu reið honum! Freyr og
Njörður, látið kúgara fólksins flýja af jörðum sínum. Landásinn
31 Egils saga Skalla-Grímssonar, Sigurður Nordal sá um útgáfima, íslenzk fomrit annað
bindi. Reykjavík: Hið íslenzka fomritafélag, 1933, bls. 163. Sbr. Den norsk-islandske
skjaldedigpriing, bindi A:II, bls. 46f.
I97