Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Síða 200
PREBEN MEULENGRACHT S0RENSEN
[Þór] er orðinn leiður á óvini mannanna, sem eyðileggur véið
[eða véin].)
í túlkun sögunnar er véið álitið vera þingstaðurinn, en að öðru leyti pass-
ar erindið við Hákonarmál og Velleklu sem áður var vitnað til, þar sem
konunginum og jarlinum er hælt fyrir að hafa verndað véin. Eiríkur hef-
ur eyðilagt þau og þess vegna er bölvun lýst yfir honum. I vísu sem fer á
eftir ákallar Egill landálfinn32 vegna þess að konungurinn hefur gert hann
útlægan, og bölvanirnar ná hámarki þegar Egill reisir Eiríki og Guunn-
hildi níðstöng rétt áður en hann siglir frá Noregi. Hann ristir eftirfarandi
formála með rúnum á stöngina:
„Hér set ek upp níðstpng, ok sný ek þessu níði á hpnd Eiríki
konungi og Gunnhildi dróttningu,“ - hann sneri hrosshgfðinu
inn á land, - „sný ek þessu níði á landvættir þær, er land þetta
byggva, svá at allar fari þær villar vega, engi hendi né hitti sitt
inni, fyrr en þær reka Eirík konung ok Gunnhildi ór landi.“33
Tilgangurinn með þessari athöfh getur hafa verið að etja þeim öflum sem
réðu yfir friði og velferð í landinu gegn konungi og drottningu vegna
þess að þau höfðu brotið gegn því sem heilagt var. Níðstöngin á að sýna
að konungurinn og drottningin séu svo fyrirlitleg að hvorki menn né
guðir geti sætt sig við þau.34
Það er söguleg staðreynd að Eiríkur blóðöx og Gunnhildur urðu að
fara frá Noregi, enda þótt samkvæmt nútíma hugsunarhætti sé ekki
hægt að samþykkja það að níðstöng Egils eða hlutdeild konungshjón-
anna í erfðamálinu séu hluti af skýringunni. Höfundur sögunnar hefur
tengt saman frásögnina af hinum íslenska höfðingja og Noregssöguna
og notar hér kveðskap sem er ekki að fullu ljóst hvaðan kemur. Þannig
eru uppi efasemdir um að vísan sem hér er tilfærð, Svá skyldi goð gjalda,
sé ort af Agli sjálfum í kringum miðja tíundu öld.35 Sú trú að vættir
32 Egils saga Skalla-Grímssonar, bls. 165; sbr. Dm norsk-islandske skjaldedigtning, bindi
A:I, bls. 53 og bindi B:I, bls. 47.
33 Egils saga Skalla-Grímssonar, bls. 171.
34 Bölvanirnar og níðið í Egils sögu er nákvæmast greint hjá Bo Almqvist í Norrön Nid-
diktning. Traditionshistoriska studier i versmagi. Fyrra bindi: Nid mot furstar. Uppsala:
Almqvist och Wiksell, 1965, bls. 89-118.
35 Sbr. Sigurður Nordal í Islenzk fornrit öðru bindi, viii og ix, sjá einnig xviii; Jón
Helgason, „Höfuðlausnarhjal," Einarshók, Reykjavík: Nokkrir vinir, 1969, bls.
157-158.
198