Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Síða 204
PREBEN MEULENGRACHT S0RENSEN
slá föstu, og það er aðeins með því að draga ályktanir sem hægt er að
skilja söguna. Frá þessu sjónarhorni má skoða sögu Snorra um Hákon
góða og blótin á Hlöðum sem þá framsetningu sem skipa ætti efst, Kka
ofar en dróttkvæðunum, ekki aðeins vegna þess að við getum ekki skipt
á henni og einhverri annarri, heldur vegna þess að við höfum hér tilraun-
ir miðaldasagnfræðings sem er vel fróður og af öllu að dæma áreiðanleg-
ur, til að gefa mynd af heiðnum sið og af sambandinu milli valds og trú-
ar. Jafnvel þó að við hefðum aðgang að sömu heimildum og Snorri,
myndum við ekki hafa sömu möguleika og hann á að skilja þær.
Hin fullkomna heimild heimildarýninnar sagnfræði myndi í þessu
samhengi vera lýsing innlends og vel fróðs samtímamanns á siðnum. Slík
lýsing er ekki tdl, en hugmyndin nm hina fullkomnu heimild leiðir í ljós
meinloku heimildarýninnar. Því ef við hefðum slíka frásögn, myndum
við ekki geta skihð hana án þess að færa hana rneira og minna yfir í okk-
ar eigin hugmyndaheim. I raun höfum við upprunalegar heimildir, en af
allt annarri gerð en skýrar frásagnir miðalda. Við höfum til dæmis upp-
runalegar heimildir um heiðinn sið á rúnasteinunum frá Eggjum og Rök,
og í goðsögulegum dróttkvæðum. En það er ekki hægt að túlka þessa
texta með nægilegri vissu og þess vegna er ekki hægt að nota þá án fýrir-
vara í okkar eigin lýsingum á heiðnum trúarbrögðum.38
Þegar staðan er svona er það tæpast vegna þess að trúarbrögð fortíð-
arinnar hafi verið óskýr og full óreiðu, eins og sumir ffæðimenn nútím-
ans hafa haldið ffam. Okkur virðist það aðeins vera þannig vegna þess að
við höfum ekki áttað okkur á því að hinn raunverulegi sannleikur sem við
leitum að er okkur óskiljardegur og þess vegna ónothæfur. Sannleikurinn
tilheyrir alltaf nútímanum, aldrei fortíðinni, og við höfum fýrst og ffemst
aðgang að þeim forkristna heimi sem við rannsökum vegna þess að
Snorri Sturluson og samtímamenn hans miðluðu honum til okkar á þann
veg að við getum skilið hann.
María Bjarkadóttir þýddi
38 Sbr. Preben Meulengracht Sörensen. „Der Runen-Stein von Rök und Snorri
Sturluson - oder, Wie aussagekraftig sind die Quellen zur Religionsgeschichte der
Wikingerzeit?“ Old Norse and Finnish Religions and Cultic Place-Names, Scripta Ins-
tituti Donneriani Áboensis 13 Ábo, 1990, bls. 58-71.
202