Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Síða 207
SAMFÉIAGID OG HIÐ YFIRSKILVITLEGA
ar sem ræddar eru í öðrum greinum í þessu hefd, eða vegna þess að þau
má sjá sem beinar afleiðingar slíkra breytinga enda þótt þau komi upp
seinna.
Þráðurinn í umræðum okkar virrist kalla á annars konar umfjöllun.
Þær snerust um vandamálið í sambandi við breytingar sem sKkar: Hvern-
ig má með góðu móti draga upp mynd af og greina róttækar samfélags-
og siðferðisbreytingar löngu horfinna þjóðfélaga? Þegar þetta vandamál
var orðið sameiginlegt viðfangsefni okkar, virtist ekki eins knýjandi að
leggja fram í þetta hefri Dœdalusar enn eina úttektina á enn einum þátta-
skilum í þróunarsögu evrópskrar menningar. Skyndilega bauðst tækifæri
til að gangast með þakklæti við skuld sem ég hef staðið í um skeið við
volduga rannsóknarhefð og um leið að nýta þá hefð enn betur og læra
fleira nýtt af henni, enda hafa þær athuganir á elleftu og tólftu öld e.Kr.
sem farið hafa fram undir hennar merkjum, fætt af sér einhverjar bestu
tilgátur um samfélags- og hugarfarsbreytingar sem tiltækar eru þeim sem
stunda rannsóknir á samfélögum fýrir iðnbyltingu. Bækur eins og Feudal
Society efrir Marc Bloch, The Making of the Middle Ages eftír Richard
Southem, La théologie au XU'eme si'ecle eftir M.D. Chenu og The Discovery
ofthe Individual eftir Colin Morris, eru gullnáma af snilldarlega unnu efni
um þær flóknu og afdrifaríku irmri breytingar sem geta orðið í hvaða
landbúnaðarsamfélagi sem er.2
Þeir sem leggja sig efrir rannsóknum á fomöldinni - og þá sérstaklega
þeir sem einbeita sér að Forn-Grikkjum og hinu foma Gyðingalandi -
koma oft auga á óvæntan skyldleika með sínum eigin viðfangsefhum og
þjóðfélögunum í Norðvestur-Evrópu, sem fóm að gera sig gildandi á ell-
eftu og tólftu öld, en þessi ritgerð verður að takmarka sig við þau. Einnig
í þeim kemur fram á sjónarsviðið ný menntastétt - fyrst og ffernst tengd
skólunum í París og nafntoguðum mönnum á borð við Pétur Abelard
(um 1079-1142)3 - sem tekur til við gagngert endurmat og úttekt á við-
teknum trúarhugmyndum; sömuleiðis verður uppstokkun á hinum ólíku
hlutverkum í samfélaginu og milh þeirra myndast skýrari afmörkun.
Þetta kemur ekki síst fram í hinum nýju tengslum milh lærðra og leikra
sem skjmdilega blasa við á tímum skrýðingardeilunnar (deilu sem tengd
2 Marc Bloch, Fendal Society, þýð. L. A. Manyon, London, 1961; R. W. Southem, The
Making of the Middle Ages, London, 1973; M. D. Chenu, La théologie au Xlléme siéc-
le, París, 1957; og Colin Morris, The Discovery ofthe Individual, London, 1972.
3 R. W. Southem, The Making ofthe Middle Ages, bls. 170-218.
2°5