Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Qupperneq 208
PETER BROWN
er nafhi eins mikils páfa - Gregoríusar VII (1073-1085)-ener raunar
ferli, eins víðtækt og óhjákvæmilegt og straumhvörf í vestrænum samfé-
lögum).4 Riddarastétt lénsskipulagsins kemur fram sem skýrt affnarkað-
ur hópur á elleftu öld,5 og á tólftu öld voru staðreyndir eins og borgar-
samfélag og nýir viðskiptahættir komnar til að vera, og samsömuðust
miðaldasamfélaginu hægt og bítandi.6 Nýir siðir halda innreið sína á
sviði laga og skipulags: skrifuð lagasöfh taka við af aldagamalli munnlegri
lagahefð, skólarnir í Bologna fara að kynna sér rómverskan rétt, og
kirkjuréttur og guðfræði kristinnar kirkju eru sett skipulega fram á bók (í
Decretum Gratians, um 1140, og Sententiae Péturs Langbarða, um
1150).7 Sistersíanareglan (sett á stofn árið 1098) vimar um sérstaklega
þýðingarmikla tilraun til að stofha nýja trúarreglu á grundvelli skipulegra
ritaðra reglna.8 I Evrópu tólftu aldar koma fram ótal djarfar nýjungar í
stjórnsýslu og þar má einnig sjá þrotlausar tilraimir með nýja skipulags-
hætti í samfélaginu.9 I síðasta lagi, og það kemur okkar máli mest við, sjá-
um við þetta tímabil glíma við nýjar leiðir í sjálfstjáningu, allt ffá endur-
reisn þeirra trúarlegu sjálfsbókmennta sem tengdar eru við heilagan
Agústínus til hirðástarkvæðanna sem brjóta blað í þessum efnum (Bern-
ard de Ventadour yrkir í kringum 1145).10
Eins og grunnur mikillar dómkirkju eru þessir ávinningar okkur að
mestu ósýnilegir fyrir þá sök að þeir hverfa undir allt það múrverk sem
leggst ofan á. I samanburði við svo áþreifanlegan og náinn hlekk milli
okkar og okkar eigin tólftu aldar fortíðar, birtast hinar byltingarkenndu
4 M. D. Chenu, La théologie au Xllbne siécle, bls. 252-273 og R. W. Southern, West-
ern Society and the Church in the Middle Ages, London: Penguin Books, 1970, bls.
34-44.
5 G. Duby, „Les orgines de la chevalerie,“ Settimane di Studio sull'Alto Medio Evo, 15:2
(Spoleto 1968), bls. 739-761 og I laici nella „societas Christiana“ dei secoli xi. e xii.,
Miscellanea del Centro di Studi Medioevali, 5, Mílanó, 1968, bls. 453-454.
6 M. D. Chenu, La théologie au XUéme siécle, bls. 225-51, sjá bls. 241; John W. Bald-
win, Masters, Princes and Merchants: The Social Views of Peter the Chanter and His
Circle, 2 bindi, Princeton: Princeton University Press, 1970, og Lester K. Little,
„Pride Goes Before Avarice: Social Change and the Vices in Latin Christendom,“
American Historical Review, 76:1 (1971), bls. 16-49.
7 Charles H. Haskins, The Renaissance of the Twelfth Century, Cambridge, Mass., 1927;
New York: Meridan Books, 1957, bls. 193-223, og Marc Bloch, Feudal Society, bls.
109-120.
8 R. W. Southern, Western Society and the Church, bls. 255-259.
9 Henri Pirenne, Medieval Cities, Princeton, 1919.
10 Colin Morris, The Discoveiy of the lndividual, bls. 64—120.
206