Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Side 209
SAMFÉLAGIÐ OG HEÐ YTTRSKILVITLEGA
breytingar á fyrsta árþúsundi fyrir Krist eins og spennandi en þarlægur
fjaUgarður sem hillir í á óraþarlægum sjóndeildarhring.
En í umræðum okkar kom skýrt fram að við hefðum ekki hist til að
gefa gaum að framförum né til að dást að því sem hefði áunnist. Af þess-
um ástæðum lætur það tímabil sem ellefta og tólfta öld spanna minna yf-
ir sér en hefur um leið meira aðdráttarafl: það vill svo tíl að við vitum
meira um það. Menningar- og samfélagsástandið sem fór á undan
ýmsum þeim byltingum sem urðu á fyrsta árþúsundi fyrir Krist er afar
óljóst í samanburði við það sem við getum vitað um hugarfar og kring-
umstæður manna frá támabilinu 800 til 1000 e.Kr. Við þurfum því ekki
að láta okkur nægja að stilla upp hhð við hlið tveimur stöðurannsóknum
- naumlega endurgert „Fyrir“ og ríkulegt „Eftir“ - heldur getum við
þekkt þetta „Fyrir“, ástand Evrópu á myrku öldunum, með nægilega
mikilli vissu til að geta vonast til að snerta, eða bent öðrum á leið til að
snerta, þau öfl sem urðu til þess að annað leiddi af hinu. Fræðimanni,
sem haldinn er óseðjandi forvitni, ekki aðeins um það hvaða breytingar
hafa orðið í fjarlægri fortíð heldur um það hvemig breyting verður yfir-
leitt, er tækifærið til að rannsaka elleftu og tólftu öld efdr Krist of gott
til að hann láti það framhjá sér fara.
Við skulum fyrst lýsa þeim tegundum breytinga sem hugsanlega hafa
mesta þýðingu, að minnsta kosti í augum þess sem ekki leggur stund á
miðaldafræði. Þær tengjast allar tilflutningi á þeim mörkum sem liggja á
milh hins helga og hins veraldlega. Við byrjum árið 1000 „í heimi þar
sem hið helga og hið veraldlega hafa hingað til verið kyrfilega samtvinn-
uð“.n Maður freistast til að ímynda sér að þegar þessi tvö svið, hið helga
og hið veraldlega, skildust að á næstu tveimur öldum hafi losnað úr læð-
ingi sköpunarmáttur og kraftur sem líkja mætti við kjamaklofhing. Tök-
um þekktasta dæmið: hin nýja afmörkun á hlutverki klerkastéttarinnar
annars vegar og leikmanna hins vegar sem rakin er til skrýðingardeilunn-
ar endaði með því að koma báðum aðilum til góða. Klerkastéttin, sem var
ofar sett en leikir að nafninu til, varð í reynd óháðari. Með því að hún
skynjaði skýrt að hún gæti „séð um sig sjálT' sem starfsstétt með sjálfstæð
og ströng starfsviðmið, efldist menningarlegur áhugi og vitund geysilega
innan stéttarinnar. Fyrr á miðöldum hefði hæfileikaríkur maður aftur á
móti annaðhvort lokast inni í klaustri á jaðri þjóðfélagsins sem munkur,
11 Marc Bloch, Feiidal Society, bls. 107.
207