Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Qupperneq 211
SAMFÉLAGIÐ OG HIÐ YFIRSKILVITLEGA
IrHsrinn maður þegið skím af presti í skírnarkapellu Kantaraborgardóm-
kirkju og, sem fullgildur deiluaðili, gengist undir niðurdýfingarskírslu í
sama vatni í þeim tilgangi að leiða í ljós sannleikann um atriði sem vörð-
uðu veraldlegt dómsmál: „Og því mátti skipta úr sakramentishlutverkinu
í hið réttarfarslega svo tdl vandræðalaust.“ „Það er eitthvað villimannslegt
við allan þennan sanuugling,“14 skrifar prófessor Southern og horfir
fram til tólftu aldar. I samræmi við það hefur hið minnkandi vægi skírsln-
anna fram eftir tólftu öld verið túlkað sem svo að með því hafi menn upp-
rætt „villimannslegan sammghng“.
Við skulum líta nánar á þetta ferli þegar skírslunni fer að hraka. Skírsl-
ur höfðu byggst á því að greið leið lægi á milli hins helga og hins verald-
lega. Mál sem fyrst var rekið fyrir rétti meðal leikra gat síðar flust yfir í
hátíðlega „sviðsetningu“ í mikilli kirkju. Niðurstaðan af dramatískum og
oft hræðilega grimmum athöfnum - áhrif glóandi járns á hönd sem náði
að bera það níu skref, áhrif sjóðandi vatns á handlegg við að hrifsa hlut
upp úr suðupottd, spumingin hvort maður sökk (ef hann var saklaus) eða
flaut (ef sekur) í vatni, málalok efidr einvígi - ef þessar athaíhir fóm fram
við hátíðlega blessun prestsins, var litdð á þær sem lokaúrskurð Guðs um
málavextd. Skírslan var „beislað kraftaverk“ sett á svið tdl þess að mæta
daglegum þörfum samfélagsins:15 smámálum í sambandi við skuldir, pen-
inga, og eignarrétt á skepnum ægir saman við galdraásakanir, eitranir,
morð og líkamsmeiðingar í skrá yfir skfrslnr sem framkvæmdar vom
seint á tólftu öld í ungverska bænum Varad, og svipað var uppi á teningn-
um í mestum hluta Norður- og Vestur-Evrópu.16
Þannig var komið fyrir skírslunni þegar hún fór að verða fyrir árásum
á tólftu öld. Arið 1215 bannaði kirkjuþingið í Lateran klerkum að hafa
yfir þær fyrirbænir sem áhtdð var að réði úrslitum um sjálfa skírsluna.
Gagnrýnendur úr hópi kennimanna á síðari hluta tólftu aldar höfðu
dregið upp mynd af skírslurmi og vafasömum forsendum hennar sem er
14 R. W. Southem, Saint Anselm and His Biographer, Cambridge, 1964, bls. 265.
15 P. Rousset, „La croyance en la justice immanente á l’epoque féodale," Le Moyen Age,
54 (1948), bls. 241: „L’ordalie suppose le miracle, l’exige comme la seule preuve ca-
pable d’ouvrir les yeux sur le bon droit." (Sldrslan gerir ráð fyrir kraftaverkinu, hún
þarfnast þess, einu sönnunarinnar sem er fær um að opna sýn á hið rétta.)
16 Registrum Varadiense: Az idörenbe szedatt Váradi Fiizesvaspróba Lajstrom, ritstj. J.
Kakácsonyi og S. Borovsky, Budapest, 1903: sjá I. Zajtay, „Le Registre de Varad. Un
monument judiciare du debut du XllIIeme siécle,“ Nouvelle revue historique de droit
fran^ais et étranger, 32 (1954), bls. 527-562.
209