Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 213
SAMFELAGIÐ OG HIÐ YFIRSKILVITLEGA
og bænum ákallenda þinna, sem hafa borið klögumál sín fyrir
þinn dóm. Sendu blessun þína á þetta glóandi járn til þess að
leysa úr ágreiningi þeirra ... svo að fyrir þess tilstilli megi rétt-
lætdð lýsa út á meðal mannanna og illar gjörðir láta sigrast.20
Þegar hinir illgjörnu synir Fulks de Morrillon sóra eið við helga dóma
áður en að bardagarauninni kom, brá svo við að þeir hnutu hvor um ann-
an og gengu í hringi - það var svo sannarlega góð skírsla!21 Sherlock
Holmes leysti líka úr óleysanlegum ráðgátum. En þó væri hæpið að nota
leynilögreglusögu sem grundvöll til að draga upp hugarfar og aðferðir
vinnuhóps í nútíma glæparannsókn. Ofugt við leynilögreglusögur og öf-
ugt við athafnir Sherlocks Holmes átti skírslan sér auðvitað stað. Það var
áhrifamikið og oft hræðilega miskunnarlaust augnablik. Oheppinn þátt-
takandi í skírslu með sjóðandi vatni sá ekki til að komast að suðupottin-
um og þegar hann dýfði handleggnum í vatnið var það svo sárt að það var
eins og hjarta hans væri að brenna.22 Bracton gerir þá vægðarlausu at-
hugasemd að framtennur manns séu verðmæt eign, „þær gagnist vel þeg-
ar standast þurfti bardagaraun.“23 Það kom fyrir að menn ynnu sæta
sigra.24
Það kom einnig fyrir að villtar vonir vöknuðu. Riddari sem á hvíldu
gransemdir um hjúskaparbrot var „of fljótur á sér“ að gangast undir
skírslu með glóandi járni og brenndist svo ekki varð um villst.23 Eða eins
og Marcel Proust sagði: „Quand on se voit au bord de l’abime et qu’il
semble que Dieu nous ait abandonné, on n’hésite plus á attendre de lui
un miracle.“26 í skírsluskránni í Varad í Ungverjalandi má finna tvö
hundrað og sautján mál á tímabilinu milli 1208 og 1235 þar sem fram
20 Reg. Varad., bls. 150.
21 A. J. Dickman, Le role dur sumaturel dans les chansons de geste, París, 1926, bls.
126-128, og fleiri dæmi á bls. 191.
22 P. Marchegay, Archives d’Anjoy, I (1843), bls. 477.
23 í A. L. Poole, The Obligations ofSociety in the XII and XIII Centuries, Oxford, 1946,
bls. 48, nmgr. 1.
24 Sbr. samtímadæmi frá Afríku í E. Wamer, Ordeal by Sasswood, London, 1955, bls.
244-247.
25 Ivo af Chartres, Ep. 205, Migne, PL CLXII, 210; einnigí Browe, De Ordaliis ..., II.
bindi, nr. 91.
26 „Þegar komið er að barmi hyldýpisins og guð virðist hafa yfirgefið mann, hikar
maður ekki lengur við að búast við kraftaverki af honum.“