Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 214
PETER BROWN
kemur bjargföst trú á bókstaflegum sannleika athafnarinnar: portato fenv
combusti sunt et suspeiisi; portato feiro pro teiTa ista justificatus est.2'
Þar sem heimildir fyrir skírslu eru bæði margvíslegar og flóknar leyfa
þær engar einfaldar skýringar, því síður yfirborðslega afgreiðslu. Þó held
ég að réttlætanlegt sé að gefa meiri gaum að athöfninni sjálfri, ekki til
þess að komast að því hvers menn væntu af skírslum heldur einfaldlega
hvað það var sem þeir héldu áfram að fá út úr skírslum - hvaða þarfir það
voru sem komu þeim til að halda í athöfiúna sem fullnægjandi lausn á
vissum erfiðleikum, og hverfa síðan frá hemri á tólftu öld og taka upp
aðrar sönnunaraðferðir.
Við verðum að byrja með skýrri hugmynd urn það hverra þörfum er
fullnægt. Fram að tólftu öld er um að ræða litla hópa þar sem menn átt-
ust við á persónulegum grundvelli. I Evrópu á þessum tíma búa tiltölu-
lega fáir, en fólkið býr enn þétt saman í byggðum sem standa á gömlum
merg. Þessar byggðir gátu verið margmennar í sjálfu sér, en þær voru
einangraðar hver frá annarri sökum víðlendra skóga og lélegra sam-
gangna.28 Ættin er undirstöðueining samfélagsins, staðreynd sem blóð-
hefndin heldur kirfilega vörð urn og ákvarðar. Oryggi og vernd var enn
undir samheldnum hópi ættmenna og skjólstæðinga þeirra komið, lidum
máttugum flokkum.29 Fram að 1100 er vald ríkisins til að korna ffain
málum veikt. Lestrarkunnátta er afar takmörkuð. Æðsta og skýrasta hug-
sjón ármiðalda er lágmarksvon um frið og umfram allt eindrægni: þetta
þýddi að haldið var uppi lágmarkssamkomulagi í nánu samfélagi sem
samanstóð af jafnvægum ættum. I þannig samfélagi verður skírslan að
málamiðlunartæki og leikrænni aðferð til að komast hjá upplausnar-
ástandi.
Skírslan var blessunarlega hægt ferli. I henni var svigrúm til að beita
kænskubrögðum og láta málin þróast. Að kalla hana beislað kraftaverk og
afgreiða sem ffeistingu gagnvart Guði, eins og hugsuðir á seinni hluta
tólftu aldar fóru að gera, var að ljá athöfhinni óeðlilega snögga væntingu
um kraftaverkið. Menn gátu trúað því að Guð talaði í skírslu, en hann var
27 „af járnburðinum brenndust þeir og voru hengdir; af járnburði fyrir þetta Iand rétt-
lættist hann.“ Reg. Varad., nr. 62, bls. 176; nr. 182, bls. 219.
28 G. Duby, L’Economie et la vie des camagnes dans l’occidant médiéval, París, 1962, bls.
66-71, og Robert Fossier, La Terre et les hommes en Picardie, I, París-Louvain, 1968,
bls. 206-207.
29 Marc Bloch, Feudal Society, bls. 123-142.
212