Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Síða 215
SAMFÉLAGIÐ OG HIÐ YFIRSKILVITLEGA
látinn bíða blygðunarlaust lengi eftir að fá að skjóta inn orði. Því Guð af-
hjúpar „sannleikann“, ekki einhverja tiltekna staðreynd. Hann dæmdi
stöðu manneskjunnar eða hópsins, hvort þau eða kröfur þeirra væru
„hreinar“ og „sanngjamar“.30 Hann ákvarðaði ekki hvort landskiki til-
heyrði í raun og vera tilteknum kröfuhafa. Það sem var í húfi, var staða
þeirra hópa innan samfélagsins sem tókust á. Hreinsun af áburði í skírslu
þýddi ekki aðeins afhjúpun sannra staðreynda, heldur var það sigur:
Eftir að menn höfðu komið saman á þessum stað og ffam-
kvæmt allar skyldar helgiathafinr eftir hefðum kirkjunnar, fyr-
ir verðleika heilags Péturs til að sýnt yrði fram á réttmæti mál-
staðar kirkju heilags Marteins, var maður þessarar kirkju
ósærður, án minnsta brunabletts af jáminu.31
Þó var vel farið með sigur við skírslu. Því deilur sem breiddust út var
bölvun allra samfélaga á ármiðöldum. Tökum þó ekki væri nema eitt
dæmi:
Eftir drápið á súbdjáknanum af Orléans í mars 1134, söfiiuðust
öll skyldmenni hins látna saman til að taka við hollustueiði,
ekki aðeins af einum drápsmanna hans, vitorðsmönnum og
lénsmönnum, heldur einnig af „hans nánustu ættmönnum“ -
tvö htmdruð og þörutíú rnaxrns alls. Athafinr manns höfðu á
allan hátt áhrif, langt út yfir innsta hring ættarinnar ejns og röð
af bylgjum.32
Skírslan virkaði eins og verja milfi átakamikils og harkalegs verknaðar og
„bylgnanna“ sem fýlgdu á eftir. I Rólandskviðn, þegar svikarinn Ganelon er
borinn ofúrhði í bardagaraun, er hann drepinn og ættmennimir þrjátíu
sem fylkm sér að baki honum eru hengdir í Álagaskóginum. Þar með var
máhð til lykta leitt, að minnsta kosti frá sjónarhóli þess sem skrifaði kvæð-
50 Sjá Reg. Varad., bls. 151 síðustu spumingar prestsins til þátttakanda í rauninni: Frat-
er, esjzistus ab hoc crimine de quo accusaris? lustus sum. Mundus? Mundus sum. (Bróðir,
ertu saklaus af þeim glæp sem þú ert ásakaður fyrir? Eg er saklaus. Ertu hreinn? Ég
er hreinn.)
31 G. Féjer, Codex Diplomaticus Hungariae, EQ: 1, Buda, 1826, bls. 105. Sbr. J. Vansina,
„The Bushong Poison Oracle,“ Man in Ajrica, ritstj. M. Douglas og P. M. Kaberry,
London, 1969, bls. 245-260; á bls. 149: „af því opinberu ritúali fylgir jafh gild sönn-
un og réttarhöldum."
32 Marc Bloch, Feudal Society, bls. 130.
213