Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Síða 224
PETER BRO’V\7N
annara um að passa þín eigin armbönd, er mér sama þótt fólk komi næst
og ræni af þér brókunum.“66 Rétt eins og lénsherra sem á í samkeppni
gat helgur dómur orðið fyrir móðgun andstæðinga sinna. Ebmnarnir
hefndu riddarans sem hótaði að sparka í líkneski heilagrar Foye þegar
það varð fyrir honum á landskika, komið þar fyrir til að verja rétt henn-
ar - en hótað hafði hann.67 Hlutlægni hins yfirskilvidega risti ekki djúpt.
Það var ekki ópersónulegt. Það var framlenging þarfa hópsins, og þar af
leiðandi bendlað við huglæg gildi hans. Hefnd dýrlinganna var eðlilegt
viðbragð lítils samfélags, viðbragð sem var hafið upp yfir breyskleika og
slitring mannlegrar huglægni með því að merkja það dýrlingnum; það
var að þessu leyti óbifanlega hlutgert afstæði.
Því sem gerðist í Norður-Evrópu og var forsenda þess að tengsl hins
afstæða og hins hlutiæga tóku stakkaskiptum má lýsa í fáum orðum.
Tvær miklar breytingar höfðu mest að segja í að umbreyta því ástandi
sem við höfum lýst. Hin fyrri er sú sem óljósari er. Þéttieiki hópsins sjálfs
breytist. Það væri rangt að hugsa sér Norður-Evrópu fyrir elleftu öld
sem gegnumgangandi fámenna. Hið gagnstæða gæti verið nærri lagi:
óþægilega þéttbýl svæði voru umgirt illa ræktanlegum óbyggðum. Ekki
var nóg með að fólk yrði að búa í rniklu nábýli vegna þess hve lítið fram-
boð var á ræktarlandi, heldur lagði „tækni mannlegra samskipta“ mikla
áherslu á að koma á og viðhalda samkomulagi milli eins margra í ættiið-
inu, og meðal bandamanna og skjólstæðinga og mögulegt var. A tólftu
öld losnaði um þennan innilokunarkennda þrýsting. Byggðir sem mynd-
ast höfðu á gömlum ræktarsvæðum gátu farið að breiða úr sér yfir í
nýræktir. Hópar í þéttbýli borga og þorpa leystust upp fyrir áhrif þess
gerjunarvalds sem láréttur hreyfanleiki reyndist vera; nánasta fjölskylda
þurfti ekki lengur að stofna til öryggistengsla við fjarskyldari hluta ætt-
arinnar.68 Slíkar breytingar voru hægfara og langt ffá því að ganga eins
fyrir sig alls staðar, en á stórum svæðum í Norður-Evrópu urðu þær til
þess að hinn félagslegi þrýstingur til þess að reikna með hlutverki hins
yfirskilvitiega í hópnurn, á þann hátt sem við höfum lýst, hvarf svo lítið
bar á. Sú staðreynd að hópurinn varð breytilegri og stærri, og í æ meira
66 De miraciilis S. Benedicti. 26. Migne, PL, CXXXIV, bls. 929-930.
67 Mirac. S. Fidis I, 11. bls. 40-41.
68 Fossier, La Tene et les bommes ..., 1., bls. 282-273, 290-291; sjá Mary Douglas,
Cosmic Symbols, London, 1970, sem setur fram sérstaklega spennandi kenningu um
félagslegan grundvöll þess þegar helgisiðir leggjast af.