Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Blaðsíða 225
SAMFÉLAGIÐ OG HIÐ YFIRSKILVTTLEGA
mæli ópersónulegri varð til þess að þörfm á leikrænum tilburðum
skírsluathafnar eða opinberrar afheitunar minnkaði; og hinar skörpu
minningar um staðbundin brot á viðurkenndum siðareglum máðust út,
en þær voru forsenda hinna gömlu jarteinasagna. Menn sem gátu leyft
sér að hafa aðeins minni áhyggjur af náunganum sluppu við að þurfa að
feta erfiðari stigu lífs síns í flóðljósum yfirskilvitlegra helgisiða.
I öðru lagi - og augljóst - var athöfn á borð við skírsluna leikræn við-
leitni til að komast að samkomulagi í samfélagi sem enn var þannig sam-
an sett að allur annar máti manna á að sammælast í óleysanlegum málum
virtist bera með sér auðmýkingu fyrir alla hlutaðeigandi. Hið veraldlega
ríki tólftu aldar fjarlægðist fljótlega slíka samkomulagsímynd á hlutverki
sínu. Sá sem réði var ekki lengur sáttasemjari samkvæmt þessari gömlu
hugmynd, hann réði lögum og lofum. Alls staðar þar sem flóknar aðferð-
ir við að ná sem mestu almennu samkomulagi allra aðila í erfiðum og eld-
fimum málefnum ráku sig á æðra og þvingandi vald hurfu þær einfald-
lega. I Englandi á síðari hluta tólftu aldar, til dæmis, er ekki víst að lögin
hafi verið svo miklu skynsamlegri en skírslan; en þau voru afgerandi og
skipandi. Gálginn talaði sínu máli, án nokkurrar dulúðar.69
Umskiptin frá almennu samkomulagi til yfirvalds eru ein þau hárfín-
ustu á allri tólftu öld. Þau eru ef til vill ein aðalforsenda þess að skynsem-
ishyggja fari vaxandi. A síðari hluta tólftu aldar, til dæmis, komust kirkju-
þing um alla Evrópu að þeirri niðurstöðu að hægt væri að ætlast til af
þeim að þeir lytu leiðtogum sem kosnir voru með einföldum meiri-
hluta./0 Þeir byggðu þessa ákvörðun sína á þeirri trú að niðurstaða sem
fengin væri á þennan mjög svo ónáttúrlega hátt gæti þrátt fyrir allt verið
valdgefandi, nokkuð sem hafði verið óhugsandi áður. Þá gat ekkert nema
kraftaverk hinnar einróma niðurstöðu, innblásið af guðlegum mætti, hul-
ið þær alltof augljósu stympingar með hagsmuni sem fylgdu kosningu
um eftirsóknarvert biskups- eða klausturembætti.71
A vissan hátt mætti segja að þegar mennta- og umbótamenn á seinni
hluta elleftu aldar og tólftu öld beittu rökhyggjunni, eins og þeir iðkuðu
69 A. L. Poole, The Obligations ofSociety in theXIl andXIII Centuries, bls. 79. „Skírslu-
kerfið átti við lágstéttir“ á síðari hluta tólftu aldar.
,0 L. Moulin, „Sanior et maior pars. “ Nouvelle revue historique de droit fran^ais et étran-
ger, 31 (1953), bls. 368-394; 490-517.
71 Sjá t.d. A. Nitschke, „Die Einstimmigkeit in den Wahlen im Reiche Ottos des
Grossen,“ Institutfiir Osterreichische Geschichtsforschung, Mitteilungen, 70 (1962), bls.
29-59, sérstaklega bls. 39 og áfram.
223