Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Page 226
PETER BROWN
hana, hafi það verið mest æpandi dæmið um valdbeitingu af öllum. Því
þegar höfðað var til skynseminnar í klerkadeilum á þessum tíma, fólst í
því að ætlast mætti til af mönnum að þeir beygðu sig undir hraðar og
ákveðnar ákvarðanir - niðurstöður úr rökhendu, fram\’ísun óvéfengjan-
legs skrifaðs texta. Aður hafði þurft að laða fram samþykki þeirra og skil-
yrða með hinu hæga og varfærna mótunarafli sem skírskotun til gamalla
hefða var. Innsæi prófessors Vernant hefur sýnt fram á að eining um að
hlýða reglum borgarinnar hafi legið til grundvallar þeirri trú hiima
gömlu grísku heimspekinga að hægt væri að ætlast til af mönnum að þeir
hlýddu lögmálum rökræðunnar.721 samfélagi tólftu aldar, þar sem þving-
unarafli var nú beitt í meiri von um umsvifalausan árangur en verið hafði
fýrr á öldum, er hin æpandi krafa um vald skynseminnar aftur á móti
engin undirliggjandi eining: hún skagar upp úr eins og bjargstrýta í öll-
um álitamálum.
Fylgifiskur þessara umskipta í gerð og væntingum tólftu aldar samfé-
lags var áhrifamikill tilflutningur á mörkunum milli hins afstæða og hins
hlutlæga. I stuttu máli hurfu menn smátt og smátt ffá því að skoða hið
yfirskilvidega sem aðaluppsprettu hinna hlutlægu gilda hópsins, og fóru
að líta á það sem ímynd hins gagnstæða par excellence-, það varð handhafi
mjög persónulegrar tilfinningar. A sama tíma öðlast athafnir sem eru al-
farið mannlegar - rökleiðsla, lög og réttur, nýting á jörð og náttúru -
ónæmi gagnvart ytri áhrifum, ópersónulega hludægni og sjálfstætt gildi
sem skort hafði á undangengnum öldum. Tilfinningalegt og menningar-
legt umhverfi margra hugsuða á tólftu öld einkennist af því að geta stillt
upp hlið við hlið sterkri huglægri tilfinningu og aukinni virðingu fyrir
hinu ópersónulega eðli mikils hluta heimsins og mannlegra tengsla. Til
dæmis má nefna að sama tímabil og frægt hefur verið fyrir það að upp-
götva einstaklinginn á einni nóttu, bjargaði einnig heilu skrifuðu laga-
söfnunum úr kviksyndi réttarkerfis sem, andstætt grundvallarreglum
rómversks réttar, var ein garnaflækja mannlegra samskipta. Á sama tíma-
bili komu fram ný og þýðingarmikil viðhorf til alheimsins. Enda þótt
seint verði sagt að þau líktust á nokkurn hátt nútíma sýn, voru þau „nú-
tímaleg“ að því leyti að þau voru ekki lengur morandi af mannlegum við-
miðunum. Aður hafði þrumuveður annaðhvort vitnað um reiði Guðs eða
öfund djöfla, hvoru tveggja beint að fólki. Heimsfræðilegar vangaveltur
72 J.-P. Vernant, Mythe et Pensée chez les Grecs, París, 1966, bls. 303-304.
224