Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Side 228
PETER BROWTí
farir.“ Því gallharður rökhyggjumaður ætti bágt með að láta lofgjörð um
öld vaxandi skynsemishyggju koma heim og saman við jarteinabókmennt-
imar sem spmttu upp í kringum eðhsbreytingarkenninguna. '5
Um leið og það kann að vera auðveldara að sjá hvernig hin almenna
skilgreining á tengslunum milli hins helga og hins veraldlega breyttist, er
erfitt að komast hjá því að finnast þessi umbreyting hafa átt sér mikilvæga
hliðstæðu í breyttri sýn á hæfileika einstaklingsins sjálfs til að verða fyrir
reynslu. Hin gamla skilgreining miðalda á hinu yfirskilvitlega byggðist á
þörfinni til að viðhafa eins stranga aðgreiningu og mögulegt var milli
þess sem var ég og þess sem var ekki-ég. Sú tegund helgisiðaiðkana sem
við höfum skoðað í þessari ritgerð varpar ljósi á það hversu miklum erf-
iðleikum það var bundið fyrir menn á ármiðöldum að skipta um skoðun
og koma þeirri ákvörðun á framfæri við meðbræður sína. A öllum svið-
um lífsins, allt frá málsókn til yfirbótar, voru afleiðingar þess að klofning-
ur kæmi upp í samfélaginu og að einstaklingurinn biði álitshnekki næst-
um of yfirþyrmandi til að hægt væri að viðurkenna nokkuð nema allra
melódramatískustu stefnubreytingar. Bætur fyrir beitt ranglæti varð að
fela bak við sviðsmynd hins yfirskilvitlega.
Persónuleiki sem mótast og styrkist af minna dramatískum en tíðari
skömmtum af iðrun tilheyrir óneitanlega uppfinningum jámingabók-
mennta síðari hluta elleftu aldar og þeirrar tólftu.76 A þessu tímabili, sem
einkenndist af yfirbótarkenningu sem nefnd hefur verið iðrunarhyggja (e.
contritionism), eru gerðar tilraunir með það að hve miklu leyti einstak-
lingur gemr bætt fyrir gjörðir sínar án þess að þurfa einatt að taka tillit
til og blíðka (samfélags)hópinn, hvort sem er með beinni iðrunarathöfh
eða svipuðum melódramatískum bótagreiðslum sem beint er til hans
ósýnilegu hátignar, dýrlings staðarins. Eflingu sjálfsvimndarinnar á tólftu
öld gætir ekki síst í þróun jámingabókmennta. Sú nærgöngula skömm
sem fylgdi sjálfsafhjúpun fór að skoðast sem nægileg yfirbót. Hlutverk
blygðunarinnar var ekki síst mikilvægt á tímuin þar sem aukin virðing
fyrir árangri í starfi gerði sjálfsmynd bæði riddara og klerka ærið brot-
hætta.77 Til þess að átta sig á þessu þarf ekki annað en að hugsa til þeirr-
75 P. Bowe, Die eucharistischen Wunder des Mittelalters, Breslau, 1938.
76 J.-C. Payen, Le motif du repentir dans la littérature frangaise médiévale, bls. 199-200
og áfram.
77 Wolfgang Hempel, Úbermuot diu alte. Der Superbia-Gedanke und seine Rolle in der
deutschen Literatur des Mittelalters, Bonn, 1970, bls. 104-114, um þegar stolt frer í
auknum mæli jákvætt gildi.
226