Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2005, Side 229
SAMFÉLAGIÐ OG HIÐ YFIRSKILVITLEGA
ar skelfilegu ógnar sem stafar af leyndum sjúkdómi í mörgum rómönsum
ffá síðari hluta tólftu aldar.78 Sá maður sem gerði oftar játningu og fyrir
fleiri skriftafeðrum fann með því til meiri bfygðunar og var þess vegna
öruggari með að öðlast friðþægingu.79 Nú varð mögulegt að beina bitr-
um bfygðunartilfinningum í nýjan farveg: náið, óopinbert trúnaðarsam-
band við skriftaföður. A lífsleiðinni gátu menn gengið í gegnum mis-
munandi skeið andstæðra kennda án þess að gangast undir þá þvingun að
velja eindregið um aðra hvora. Táraflóð riddara varð fyrirgefanleg ósam-
kvæmni; ekki var lengur litið svo á að það væri endilega svo skarpt og
auðmýkjandi brot miðað við hans fyrra atferli að flýja þyrfti í hreinlífi
klausturs til að iðrast ellegar í sveitir langt frá þeim sem þekktu hann.
Iðrun synda var auðvitað það sem kom klerkum við; en ást kom ridd-
urum við. Og ást var alveg eins ósamkvæm tilfinningablanda.80 Því ást
kom hugrökkustu mönnum til að skjálfa; ást kom þeim til að vikna eins
og konur eða munkar. Ast rak elskhugann til athafna og kom honum í til-
finningaástand sem ekki var augljóslega hægt að tengja beinum skyldum
hans við meðbræður sína. Ast flutti hann á framandi lendur þar sem
kvöðum létti og þar sem óx með honum hamingjukennd, nokkuð sem
var alls óskylt því að láta sér annt um samskiptin í lífi hópsins:
Ses peccat pris penedensa,
E ses tort fait quir perdo, E trais de rien gen do
E ai d’ira benvolensa, E gaug entier de plorar,
E d’amor doussa sabor, E sui arditz per paor81
Skáld tólftu aldar könnuðu, eins og við vitum, hina leyfilegu ósam-
kvæmni ástarinnar af sama ákafa og börn sem uppgötva nýtt leikfang. En
yfirvegaðir skriftafeður voru heldur ekki yfir það hafnir að leika sér að
þversögnum iðrunarinnar af næstum sömu gleði: Gat maður þulið iðrun
sína í eyru hests síns?82
78 Sjá Mirac. S. Fidlis. III, 7, bls. 139 fyrir eldra dæmi.
79 C. Vogel, Le pécheur et la pénitence au moyen-age, bls. 169.
80 L. Pollmann, Die Liebe in der hochmittelalterlich Literature Frankreichs, Frankfurt,
1966; og H. Heger, Die Melancholie bei den französischen Lyrikem des Spdtmittelalters,
Bonn, 1967, bls. 93-134, um jákvætt hlutverk melankólíu í hirðbókmenntum.
81 Án þess að hafa syndgað iðraðist ég, og án þess að hafa breytt rangt baðst ég fyrir-
gefhingar. Allt er mér sem kærkomin gjöf. I reiðinni fínn ég velvilja, í grátinum hina
fullkomnu sælu, í beiskjunni ljúffengan keim, og óttinn gerir mig áræðinn.
82 C. Vogel, Le pécheur et la pénitence au moyen-age, bls. 28-31.
22 7