Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 11
NÚ ER ÚTI VEÐUR VONT
Skýrsluhöfundarnir herða því á þeirri skoðun sinni að ef hægt eigi að
vera að forðast hættulegar loftslagsbreytingar verði að draga verulega úr
þeim hluta losunarinnar sem almenningur ber ábyrgð á (bls. 5).
Markmið höfundanna með skýrsltmni er fyrst og fremst að:
• greina ráðandi raddir eða orðræðuhópa í umfjöllun fréttamiðla
um loftslagsbreytingar og hvernig þessum röddum er ædað að
hafa áhrif á viðhorf og hegðunarmynstur, ekki síður en þau við-
mið, gildi og röksemdir sem liggja þeim til grundvallar;
• greina þá hópa sem ætiað er að taka við skilaboðunum, beint og
óbeint;
• greina almenna orðræðu um loftslagsbreytingar og einnig þær
gerðir orðræðu sem settar eru henni til höfuðs;
• greina viðurkenndar forsendur ýmissa samskiptaleiða, t.d. hvað sé
áhtið satt, augljóst og sjálfgefið, fremur en umdeilt og vefengjan-
legt;
• greina hvar þessi orðræðusvið rekast á önnur orðræðu- eða
gildissvið og hvemig það leiði til þess að almenningur á annað-
hvort auðvelt eða erfitt með að skilja það sem í húfi er;
• skoða hvað í umræðunni veldur því að hún nær ekki til almennings
með tilætluðum árangri;
• skoða út frá þessu hvers konar boðskiptamynstur henti best til þess
að koma til skila þeim málefhum sem snúa að loftslagsbreytingum;
• leggja ffam almennan leiðarvísi sem snúi að því hvaða kóðar,
hugtök, orðræða og málblær henti best þegar kemur að því að
skapa nýja og árangursríkari leið til að ræða loftslagsbreytingarnar
við almenning, sérstaklega þá þætti sem lúta að aðferðum til að
draga úr orkulosun á heimilum og í samgöngum. (bls. 5-6)
Hverju komust svo greinarhöfundar að eftir að hafa fínkembt breska
fjölmiðla um nokkurra mánaða skeið?
Niðurstaða greiningarinnar var sú að umræðan í Bretlandi um gróð-
urhúsaáhrif væri ruglingsleg, þversagnakennd og stjórnlaus. Hér er um
alvarlegan vanda að ræða sem á sér augljósar skýringar þegar nánar er að
gáð. Fyrir hver rök sem snúa að stærð vandamálsins, að eðli þess og al-
varleika, orsök þess eða lausn, mátti finna mótrök sem ætlað var að varpa
ljósi á hið gagnstæða. Af þessum sökum telja greinarhöfundar baráttuna
fyrir skilningi á gróðurhúsaáhrifunum alls ekki unna, því að enn sé ekki
9