Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 12
GUÐNI ELÍSSON
svo að loftslagsbreytingar séu álitnar staðreynd. Skilaboðin til almenn-
ings séu að enginn viti í raun og veru hvað sé í gangi, það sé enn ekki
búið að sanna neitt.
Þessa sýn bresku skýrsluhöfundanna Ereauts og Segnits má auðveld-
lega heimfæra upp á íslenskan veruleika. I pistlinmn „Ulfur úlfur!“, sem
fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason skrifar í janúar 2007, lýsir hann vel
þeirri tilfinningu sem grípur marga þegar umræðan um loftslagsbreyt-
ingarnar er annars vegar:
Nú virðist stefna í að kenningin um himun lofthjúps jarðar
vegna svokallaðra gróðurhúsaáhrifa fari að verða viðtekin vís-
indi. Menn greinir að vísu á um margt, hvort afleiðingarnar
verði svo smávægilegar að við getum hfað með þeirn eða hvort
þetta verði algjör katastrófa með tilheyrandi kreppu og hruni.
Hvort yfirborð sjávar hækki um eitt fet eða sautján, hvort Golf-
straumurinn muni leggja niður störf, hvort afleiðingin verði
kannski sumsstaðar ísöld.
Það er samt eitthvað við þetta sem nær ekki að kveikja í
fólki. Maður hittir engan sem hefur raunverulegar áhyggjur af
þessu. Kannski er þetta of fjarlægt, of óraunverulegt, eða
kannski er maður bara orðinn svona ónæmur gagnvart heims-
endaspám - blasé eins og það heitir á frönsku.
Þær eru nefnilega ansi margar tegundirnar af dómsdegi sem
hafa dunið yfir mann á ekkert sérlega langri ævi. Eg er nógu
gamall til að muna þegar almennt var talið að heimurinn
myndi brátt farast í skelfilegri kjarnorkustyrjöld. [...] Svo var
það fólksfjölgunarsprengingin. [...] Svo kom súrt regn sem átti
að eyða öllum skógum. Alnæmi sem myndi breiðast út eins og
eldur í sinu. 2000 vandinn þegar öll tölvukerfi heimsins áttu
hrynja með skelfilegum afleiðingum. Habl. Og nú síðast fugla-
flensa. Við erum ekki búin að bíta úr nálinni með hana.
Er furða þótt maður sé pínulítið var um sig? Að maður
treysti ekki alveg framtíðarspám vísindamanna?10
10 Egill Helgason, „Úlfur úlfnr!“, 30. janúar 2007. Silfur Egils á visir.is [sótt 3. rnars
2007]. Sum dæmin sem Egill rekur um varhugaverðar hrakspár eru þó næsta ein-
kennileg. Alnæmisvandinn er t.d. gríðarlegur, sérstaklega í löndum þriðja heimsins,
t.d. í ríkjum Afríku sunnan Sahara.
IO