Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 14
GUÐNI ELISSON
Orðræðuhóparnir
í „Warm Words“ leitast skýrsluhöfondamir við að greina þá orðræðu-
hópa sem móta gróðurhúsaumræðuna og skipta þeim gróflega í þrjá
flokka. Þessir hópar eru mótaðir af mismunandi veruleikasýn, mismun-
andi skilningi á sannleikann, ólíku gildismati, ólíkri sýn á hvað sé við-
unandi og hvað ekki, o.s.ffv. (bls. 12). I íyrsta hópnmn eru hrakspármenn
og tungutak þeirra einkennist af neikvæðni. Hinir tveir hópamir líta
framtíðina bjartari augun (era „jákvæðari“ svo notað sé orðalag skýrsl-
unnar). Annar hópurinn gerir ráð íýrir að „allt fari vel“ án þess að Hð sé
bmgðist, en hinn hópurinn telur „aflt fara vel svo ífemi sem táð gerum
eitthvað“ (bls. 7).
A vefsíðunni RealClimate er réttilega bent á að þær flokkunarreglur
sem skýrsluhöfundar styðjast við séu gamalkunnar öllum þeim sem fylgst
hafa með loftslagsumræðunni þó svo að nafngiftirnar séu stundum nýjar
af nálinni.11 Því er ekki úr vegi að styðja sig við þær skilgreiningar sem
beitt er í „Warm Words“, þó svo að dæmin sem hér era notuð séu jafnan
önnur en þeir tína til og þótt þau séu stundum sett í annað og pólitískara
samhengi en skýrsluhöfundamir leyfa sér.
1. Hrakspárorðræða og áhrif hennar
Loftslagsbreytingum er jafiian lýst með orðfæri hrakspárinnar sem
óhugnanlegum, ægilegum og gríðarlega umfangsmiklum. Þekktasta verk-
ið sem varar við afleiðingum hlýmmar á heimstúsu er án efa bókin An
Inconvenient Truth eftir A1 Gore, varaforseta Bandaríkjanna í tíð Bills
Clinton, og áhrifamildl heimildarmynd hans um sama efni. I verkum
sem einkennast af hrakspárorðræðunni er reynt að koma ógninni sem
stafar að jarðlífi vegna loftslagshlýmmar afdráttarlaust til skila, eins og
sést glögglega þegar litið er af handahófi á bókartitla ýmissa verka sem
snúast um sama efni og An Inconvenient Truth, s.s. Field Notes from a
Catastrophe, Our Final Hour, Countdown to Apocalypse, The Suicidal Planet
og Under a Green Sky. Skýrasta dæmið er hugsanlega nýjasta bók vís-
indamannsins James Lovelock, The Revenge of Gaia, eða Hefnd jarð-
arinnar, sem segir firá því „hvernig jörðin hefur snúist til varnar“ gegn
rányrkju mannsins. Kápa Penguin-útgáfunnar sækir fýrirmyndir sínar í
11 RealClimate: Climate science from climate scientists (sjá pistilinn „The missing reper-
toire“ frá 10. ágúst 2006). Sjá: http://www.realclimate.org/ [sótt 20. júm' 2007].