Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 25
NU ER UTI VEÐUR VONT
andstæðinga íslenskrar umhverfisumræðu er rétt að skoða rök þeirra
sérstaklega.32
Loftslagsumræðan og samsæri vinstri manna
í grein sem ég skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins 15. júlí 2006 varpaði ég
fram þeirri spurningu hvort deilurnar um lofthjúpinn lytu flokkspóli-
tískri hugmyndaíræði: „Er umræðan um umhverfisvernd samsæri komm-
únista? Hefur græningjum tekist að búa svo um hnútana að flestir fær-
ustu vísindamenn í heimi lúta vilja þeirra? Eru fréttir af gróður-
húsaáhrifum aðeins lævíst áróðursbragð sósíahsta, sem kynda undir ótta
fólks með það eitt í huga að vinna gegn framtaki einstakdingsins?“33
Spurningin kann að virðast fráleit í eyrum lesenda en þó hefur hópur
harðlínumanna á hægri væng íslenskra stjórnmála tileinkað sér þessa
hugmyndafræði.34 Þessir einstaklingar telja umhverfisverndarhreyfingar
hafa tekið við af sósíalisma og taka ekki mark á fréttum um hættur lofts-
32 Ereaut og Segnit flokka rök þessa hóps bjartsýnismanna niður í mælskufræðilega
efahyggju, höfhun sérffæðinga (e. „expert“ denial), vemdun ffjálsrar verslunar og
kosti loftslagshlýnunar (bls. 14-18). Varast ber þó að ætla að fulltrúar þessara sjón-
armiða haldi sig aðeins við eitt sjónarmið, heldur em venjulega alflr flokkamir
tvinnaðir saman og notaðir jöfhurn höndum. Nær lagi væri að nota hugtakið
mælskuffæðilega efahyggju sem samheiti yfir alla flokkana og þannig beiti ég því.
33 Guðni Elísson, „Umhverfið og áróðurstækin: Stendur Sjálfstæðisflokknum ógn af
umhverfisvernd?11 Lesbók Morgunblaðsins 15. júlí 2006, bls. 9.
34 Gott dæmi um slíka hugsun má sjá í pistli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar
„Rousseau í stað Marx?“ en þar segir Hannes:
Heimurinn hefur gerbreyst efdr hrun marxismans. Undirrótin að andstöðu
óánægðs menntafólks við kapítalismann er að vísu hin sama og áður: I hugum
þess er hann framandi og hættulegt afl. Þetta fólk er firrt, eins og Marx orðaði
það. Því finnst það vera statt á röngum hnetti. En þessir andstæðingar
kapítahsmans vilja fara aðra leið en marxistar. Þeir lofa ekki örari hagvexti,
heldur hafna honum með öllu. Þeir em ekki framfaratrúar eins og marxistar,
heldur vilja snúa aftur til náttúrunnar, til upphafsins.
Þeir telja, að í lífháttum ffumstæðra þjóða, til dæmis ffumbyggja Vesturheims,
sé fólgin speld, sem nútímamenn hafi gleymt. Slíkar þjóðir hafi búið í sátt við
náttúruna í stað þess að reyna að gera hana sér undirgefna eins og Vesturlanda-
menn.
Hér á Islandi leitar slík hreyfing sér útrásar í baráttu við stórvirkjanir og
stóriðju.
Sjá Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Rousseau í stað Marx?“, Fréttablaðið 10.
nóvember 2006, bls. 30.
23