Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 26
GUÐNI ELÍSSON
lagshlýnunar. Að þessu leyti eru þeir ólíkir mörgum hægri mönnum í
Evrópu, s.s. í Þýskalandi og á Bredandseyjum, en breski íhaldsflokk-
urinn, undir stjórn Davids Cameron, tók firumkvæðið í umhverfismála-
umræðunni fýrir sveitarstjómarkosningarnar vorið 2006 og virðist hvergi
hættur þó að vissulega megi merkja andstöðu við umhverfissjónarmiðin
hjá íhaldssamasta armi flokksins.35 A meðan enskir íhaldsmenn lýsa því
yfir stoltir að þeir séu hægri-grænir (hugtökin conservative og
conservation em af sama meiði), hafa íslenskir harðlínumenn horft vestur
um haf til Washington á undanförnum ámm, en afstaða þeirra hefur nú
um nokkurt skeið verið mótuð af hugmyndaffæði Bush-stjórnarinnar, en
Davíð Oddsson var lengi mikilvægasti liðsmaður George Bush í
umræðunni um gróðurhúsaáhrifin.36
I grein sem hagffæðingurinn og frjálshyggjumaðurinn Roger Bate
birti á vefsíðunni AEI (American Enterprise Institute for Public Policy
Research) varpar hann fram þeirri spurningu hvort Island geti mögulega
brúað bilið milli Bandaríkjanna og Evrópu í umræðunni um gróð-
urhúsaáhrifin.3' Bate bætir við: „Davíð Oddsson hefur gert lítið úr lík-
unum á hættulegum loftslagsbreytingum og er kannski eini leiðtoginn í
Evrópu sem hefur gert það. Hann studdi Bush bak við tjöldin á nokkrum
fimdurn í Evrópu þar sem spurningar um veðurfar voru teknar fýrir. [...]
Afstaða hans til loftslagsbreytinga er óvenjuleg rétt eins og viðhorf hans
til efnahagsstjórnunar, sérstaklega í ljósi þess að græningjar og sósíalistar
em fýrirferðarmiklir í landinu.“38 Þótt kaldastríðinu sé lokið telur Bate
Island enn geta miðlað málum milli Evrópu og Bandaríkjanna, en þar sé
ágreiningurinn um loftslagsbreytíngarnar alvarlegastur.
35 Sjá t.a.m. grein Davids Cameron, leiðtoga íhaldsmanna, í The Independent frá 1.
nóvember 2005: „Change our political system and our lifestyles: The effects of
climate change are being felt right here, right now“.
36 Eg fjalla frekar um stuðning Davíðs Oddssonar við umhverfisstefnu Bush Banda-
ríkjaforseta í greinum mínum: „Umhverfið og áróðurstækin: Stendur Sjálfetæðis-
flokknum ógn afumhverfisvernd?“, Lesbók Morgimblaðsins 15. júlí 2006, bls. 8-9; og
„Með lögum skal Iandi sökkva: Hvers vegna er Sjálfstæðisflokkurinn stóriðjuflokk-
ur?“, Lesbók Morgunblaðsins 14. okt. 2006, bls. 8-10.
37 Roger Bate er m.a. höfundur bókanna Global Warming: Apocalypse or Hot Air?
(1994), Political Economy ofCliitiate Change Science: A Discernahle Human Influence on
Climate Documents (1996), Global Warnúng: The Continuing Debate (1998) og What
Risk?: Science, Politics éf Public Health (1998).
38 Roger Bate, „Can Iceland Be a Bridge over the Atlantic?“, American Enterprise Insti-
tute, 15. desember, 2005, sjá: http://www.aei.org/publications/pubID.23584,filter.
all/pub_detail.asp [sótt 5. júlí 2006].
24