Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 27
NU ER UTI VEÐUR VONT
Helstu rök mælskufræðilegrar efahyggju felast í því að grafa undan
vísindalegu hlutleysi með því að tengja niðurstöður loftslagsrannsókna
hagsmunapoti í vísindasamfélaginu, póhtískum ásetningi og trúarhita.
Það er því sérstaklega forvitnilegt að flestir fulltrúar þessarar hugmyndar
skuh koma af sama armi íslenskra stjómmála og móta skoðanir sínar á
þeim línum sem lagðar hafa verið í bandaríska repúblíkanaflokknum. I
skoðanakönnun sem gerð var á vegum National Joumal á fulltrúaþinginu
í Washington og birt var í febrúar á þessu ári kom í ljós að 84% rep-
úblíkana trúa því ekki að færð hafi verið fyrir því óyggjandi rök að hlýn-
un jarðar megi rekja til athafna mannsins, 13% eru sannfærð um að svo
sé og 3% telja manninn aðeins hluta vandans. Meðal demókrata er
skiptingin með allt öðrum hætti. Þar trúa aðeins 2% því að ekki hafi
verið færð fyrir því óyggjandi rök að hlýnun jarðar megi rekja til athafna
mannsins, en 95% eru sannfærð um að svo sé. Til viðbótar þessum 95%
segja svo 2% demókrata að þetta sé ráðandi skoðun í vísindasamfélag-
inu.39
Meira að segja sjálft hugtakið „loftslagsbreytingar“ er gildishlaðið eins
og Steven Poole hefur bent á í bókinni Unspeak, en undirtitill bókarinnar
er lýsandi fýrir efiú hennar („How Words Become Weapons, How
Weapons Become a Message, and How That Message Becomes Reahty“).
I sérstökum kafla um hugtakið greinir Poole hvernig ráðgjafar innan
repúblíkanaflokksins lögðu í minnisblöðum til flokksmanna áherslu á að
stýra umræðunni með breyttri orðanotkun. I einu slíku minnisblaði
(„Winning the Global Warming Debate“), sem lekið var til fjölmiðla
2003, segir Frank Luntz mikilvægt að flokksmenn taki sér fremur í
munn hugtakið loftslagsbreytingar en hnattræn hlýnun, því að síðara
hugtakið býr yftr ógnvekjandi merkingaraukum en það fyrra gefur til
kynna vanda sem frernur má sigrast á. Poole bendir einnig á að ofruríki
eins og Sádí-Arabía og Bandaríkin, sem hafa mikilla hagsmuna að gæta
í olíuviðskiptum sínum, hafi um langt skeið barist fýrir því að hugtakið
hnattræn hlýnun birtist ekki í samningum og sáttmálum. Poole segir
hægt að festa niður nákvæmlega hvenær þessi endurskoðun á sér stað í
alþjóðasamþykktum. I ályktun ffá Sameinuðu þjóðunum frá desember
1988 er í senn talað um „hnattræna hlýnun“ og „loftslagsbreytingar“, ári
seinna birtist sams konar yfirlýsing en þá var búið að fella niður hugtakið
39 Natimal Joumal 3. febrúar 2007. Tekið saman af Richard E. Cohen og Peter Bell.
Sjá: http://nationaljoumal.com/ [sótt 10. júní 2007].
25